Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 4406 Megin færniþættir: • Fjölbreytileiki Metur og nýtir hæfileika, innsýn og hugmyndir í hópi einstaklinga með ólíkan bak- grunn hvað snertir menn- ingu, stíl, hæfileika og drifkraft. • Leiðtogahæfni Bætir rekstrarárangur með því að samhæfa framtíðar- sýn, markmið og gildi og auka þannig verðmæti af starfseminni. Er fær um að laða aðra til samstarfs og nýta sér helstu kunnáttu þeirra og hæfileika til að ná þeim árangri sem stefnt er að. Tengdir færniþættir: • Áhrif Leitast stöðugt við að stýra aðstæðum og leiða fólk inn í kringumstæður þar sem allir vinna. • Stjórnun mannauðs Hefur umsjón með því að koma starfsfólki í takt við markmið fyrirtækisins. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Virkja krafta vinnuhóps með fólki af ýmsum kynslóðum • Eiga jákvæð samskipti við fólk af öllum kynslóðum • Þjálfa hverja kynslóð svo kraftar fólksins séu nýttir til fulls SAMANTEKT Í þessum hluta færðu upplýsingar og fræðslu um hvernig hægt er að nýta viðhorf og færni hverrar kynslóðar til að ná stórauknum árangri. Við lærum bestu aðferðirnar til að hvetja og þjálfa hverja kynslóð. Útkoman er meira gefandi og örvandi vinnuumhverfi fyrir starfsmenn jafnt sem yfirmenn. SAMHENGI Þegar maður býr yfir þeirri færni sem þarf til að virkja krafta hverrar kynslóðar getur það verið ótrúlega gefandi og árangursríkt að stýra hópi fólks af ýmsum kynslóðum. Sérhver kynslóð hefur sinn eigin sérstaka hugsunarhátt, vinnulag og samskiptahætti. Af því leiðir að samvinna og samskipti milli kynslóða eru lykilatriði þegar á að setja saman samhentan og farsælan vinnuhóp. STJÓRNUN ÞVERT Á KYNSLÓÐIR

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==