Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 4407 FERÐALÖG OG MENNING YFIRLIT Mörg fyrirtæki hafa þörf fyrir að veita starfsmönnum sem eru fulltrúar þeirra utan heimasvæðis þeirra einhverjar leiðbeiningar um hvernig á að bera sig að á ferðalögum. Viðskiptaferðir krefjast áætlana og skipulags auk getunnar til að kynna sér aðra menningu og sýna öðrum venjum og siðum skilning. SAMHENGI Viðskiptaferðir eru stór hluti starfsframa margra í dag. Um leið og fyrirtæki fara að starfa á heimsvísu má búast við því að starfsmenn þurfi að verja lengri eða skemmri tíma í ólíkum menningarheimum sem hluta af starfsþróun þeirra innan fyrirtækisins. Venjur og siðir eru jafnvel mismunandi innan sama lands. Fagmennska á ferðalögum og menningarlæsi er nauðsynleg hæfni í nútíma viðskiptaumhverfi. Það er auk þess áhugavert og upplýsandi að kynna sér ólíka menningarheima. Í þessum hluta greinir þú mikilvæga þætti í fagmennsku á viðskiptaferðum. Þú berð okkar reynslu af viðskiptaferðum við undirstöðuatriði slíkra ferða. Þú skoðar mikilvægi menningarlæsis á ferðalögum um heiminn og hvernig á að forðast misskilning byggðan á menningarmun. Megin færniþættir: • Fagmennska Endurspeglar þroska og heil- indi sem skapa trúverðug- leika. • Fjölbreytileiki Metur og nýtir hæfileika, inn- sæi og hugmyndir fjölbreytts hóps einstaklinga með tilliti til menningar, stíls, getu og dugnaðar. Tengdir færniþættir: • Tjáskipti Eykur hæfni einstaklingsins og fyrirtækisins með því að beita virkri hlustun og styðja hana með skýrum munn- legum og skriflegum upp- lýsingum. • Gildi Stýrist af eigin gildismati. Sýnir mikil heilindi með því að breyta í takt við sín per- sónulegu gildi. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Skilja áskoranirnar sem felast í viðskiptaferðum á milli landa • Læra grunnreglur um viðskiptamenningu víða um heim • Hafa meiri skilning á menningarmun • Koma fagmannlega fyrir í öðrum löndum

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==