Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 4501 VIÐHORFSSTJÓRNUN YFIRLIT Í þessari einingu skoðum við tengsl milli hugsana fólks, líðanar og hegðunar. Þátttakendur kanna hvernig tilfinningar hafa áhrif á frammistöðu í starfi, uppgötva sína eigin tilfinningahvata og fá ráð með að viðhalda jákvæðri orku og tilfinningastjórn við erfiðar aðstæður. SAMHENGI Hefur þú ekki tekið eftir því að margir starfsmenn eru hæfir í starfi en engu að síður skila sumir betra verki og eru mun auðveldari í samstarfi en aðrir. Rannsóknir sýna að jákvæð orka og tilfinningastjórn skila aukinni framleiðni, betri ákvörðunum, minni starfsmannaveltu, góðum vinnuanda og sterkri samvinnu. Rannsóknir hafa sýnt að með því að hækka tilfinningagreind fyrirtækisins batnar afkoman almennt. Góðu fréttirnar eru þær að þó greind okkar mótist snemma á ævinni þá er hægt að móta tilfinningagreindina ævina á enda. Við lok þessarar einingar muntu skilja betur tengslin milli þess sem þú hugsar, hvernig þér líður og hvernig þú hegðar þér ásamt færniþáttum tilfinningagreindar. Þú skoðar tilfinningagreind þína í dag, hvernig tilfinningar þínar og tilfinningahvatar hafa áhrif á frammistöðu þína í starfi og beitir ráðum til að viðhalda jákvæðri orku og hafa stjórn á tilfinningum við erfiðar aðstæður. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Skilja tengslin milli hugsana, líðanar og hegðunar • Sýna aukinn árangur með bættri tilfinningagreind • Hafa stjórn á tilfinningum við erfiðar aðstæður Megin færniþættir: • Viðhorf Viðheldur vingjarnlegu og jákvæðu viðhorfi sem ein- kennist af eldmóði. • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. Tengdir færniþættir: • Aðlögunarhæfni Víðsýn(n), sýnir sveigjan- leika frammi fyrir breytingum á vinnustaðnum. Bregst við aðstæðum með jákvæðu viðhorfi. • Meðvitund um umhverfi sitt Sér hlutina frá fleiri en einu sjónarhorni. Er meðvit- aður um orsök og afleiðingu. Fylgist með málum sem hafa áhrif á ábyrgðarsvið. • Streitustjórnun Gerir greinarmun á jákvæðri og neikvæðri streitu. Við- horf og hegðun einkennist af jafnvægi.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==