Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 4507 STREITUSTJÓRNUN YFIRLIT Streitustjórnun, líkt og tímastjórnun, snýst um að stýra sjálfum sér. Í þessum hluta leggur þú mat á viðbrögð þín við streitu og síðan skoðar þú í hvaða tilfellum þú getur haft áhrif á streituna. Með því að koma auga á mismunandi tegundir streitu og mismunandi viðbrögð áttu auðveldara með að meta hvort streita þín orsakast af innri eða ytri þáttum. Þú kemur auga á leiðir til að snúa neikvæðum viðbrögðum í jákvæðari horfur með skýrum skrefum. SAMHENGI Áhrif streitu á fólk og fyrirtæki eru geigvænleg. Í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi dagsins í dag munu örar breytingar sífellt halda áfram að valda streitu. Það er því gríðarlega mikilvægt að geta brugðist við henni á áhrifaríkan hátt. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Skoða ólíkar tegundir streitu og áhrif þeirra • Skoða leiðir til að takast á við streituna með áhrifaríkari hætti • Þróa leiðir til að takast á við streitu samstarfsfólks • Beina orkunni að því að koma hlutunum í verk Megin færniþættir: • Streitustjórnun Greinarmunur gerður á já- kvæðri og neikvæðri streitu. Að viðhorf og hegðun ein- kennist af jafnvægi. • Viðhorf Að axla ábyrgð, gera sjálfan sig og aðra ábyrga fyrir að ná þeim árangri sem stefna fyrirtækisins krefst. • Meðvitund um umhverfi sitt Að sjá hlutina frá fleiri en einu sjónarhorni. Greina sundur orsök og afleiðingu. Vera vakandi fyrir því sem hefur áhrif á ábyrgðarsvið. Tengdir færniþættir: • Samskiptahæfni Stöðug hæfni til að byggja upp traust sambönd innan og utan fyrirtækisins. • Aðlögunarhæfni Að hafa frumkvæði að því að koma hlutunum í verk. Leggja mat á sjálfan sig og aðra og grípa til jákvæðra aðgerða. Sjálfsagi.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==