Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 4508 Megin færniþættir: • Streitustjórnun Greinir á milli jákvæðrar og neikvæðrar streitu. Viðheldur jafnvægi milli gagnlegra og ógagnlegra viðhorfa og hegðunar. • Árangursmiðun Hefur ástríðu til að sigra. Leggur sig fram við að koma með lausnir þar sem allir vinna. Tengdir færniþættir: • Aðlögunarhæfni Hefur opinn huga fyrir nýjum hugmyndum. Mætir breytingum á væntingum og vinnuumhverfi af sveigjan- leika. Bregst við aðstæðum og viðheldur jákvæðu við- horfi. • Leiðtogahæfni Bætir rekstrarárangur með því að samhæfa framtíðar- sýn, markmið og gildi og auka þannig verðmæti af starfseminni. Er fær um að laða aðra til samstarfs og nýta sér helstu kunnáttu þeirra og hæfileika til að ná þeim árangri sem stefnt er að. • Ábyrgð Sýnir persónulega ábyrgð. Gerir sjálfan sig og aðra ábyrga fyrir niðurstöðum sem eru í samræmi við stefnu fyrirtækisins. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Greina 30 úrbætur í streitustjórnun til að sjá hvernig hver og einn getur gert betur. • Tileinka sér aðferðir sem draga úr streitu og stuðla að umbótum fyrir einstaklinginn og fyrirtækiðBeita lögmálum streitustjórnunar í verki SAMANTEKT Heilbrigðisstarfsfólk hefur lengi vitað hve alvarlegar afleiðingar það getur haft að hafa ekki nægilega stjórn á streitunni. Það er nauðsynlegt að beina orkunni á réttar brautir til að draga úr streituáhrifum í hversdagslífinu. Með því að tileinka þér og nota þrjátíu aðferðir Dale Carnegie til að beisla áhyggjur getur þú dregið úr streitu hjá sjálfum þér, samstarfsfólki þínu og almennt innan fyrirtækisins. Yfirlit Bókin How to Stop Worrying and Start Living hefur að geyma þrjátíu bestu aðferðirnar við streitustjórnun og er afrakstur áralangra rannsókna Dale Carnegie. Í þessum námshluta greinum við persónulega og vinnutengda streituvalda og förum yfir þann áþreifanlega kostnað sem streitunni fylgir. Með því að benda á hvað betur megi fara í streitustjórnun er hægt að vinna skipulega að því að létta manni lífið í leik og starfi. BESTU AÐFERÐIRNAR VIÐ STREITUSTJÓRNUN

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==