Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 5007 Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Skipuleggja og undirbúa kynningu sem kallar fram viðbrögð • Byggja upp kynningu sem skilar mikilvirkri niðurstöðu • Hvetja þátttakendur til að deila hugmyndum og skoðunum • Hvetja ferlið af skilvirkni og virðingu YFIRLIT Margar viðskiptakynningar snúast síður um að tala og kynna en frekar um að hlusta og fá viðbrögð. Eftir því sem ábyrgðarsvið þitt stækkar og viðskiptavinum, birgjum og starfsmönnum fjölgar verður þú sífellt háðari þeirri hæfni að geta fengið fólk til að deila fúslega þekkingu, hugmyndum, reynslu og skoðunum. SAMHENGI Ein algengasta og mikilvægasta tegund kynninga er kynningin þar sem leitað er eftir viðbrögðum frá áheyrendum. Í stað þess að miðla upplýsingum í eina átt er sóst eftir þátttöku áheyrenda og leitað eftir niðurstöðu sem kemur hreyfingu á mál og/eða ferla. Þessi gerð kynninga krefst í eðli sínu meiri sveigjanleika af hendi fyrirlesarans og vilja til að leyfa umræðum að hafa sinn gang í stað þess að leyfa eigin skoðunum að vera ráðandi. Í þessari einingu er hlutverk fyrirlesarans sem umræðuhvata skoðað með það fyrir augum að ná fram hugmyndum og skoðunum. Þú lærir leiðir til að stýra umræðum, fá hreyfingu á málin og ýta undir viðeigandi umræður. Þú skoðar hvernig gott skipulag og góður undirbúningur getur gert þessa tegund kynninga áhrifaríka og mikilvirka. Þú tekur mannlega hlið kynninga með í reikninginn þar með talin lögmál sem afla þér virðingar og samvinnu áheyrenda. Megin færniþættir: • Tjáskipti Eykur hæfni einstaklingsins og fyrirtækisins með því að beita virkri hlustun og styðja hana með skýrum munn- legum og skriflegum upp- lýsingum. • Skapandi hugsun Nýsköpun. Tvinnar saman gamlar hugmyndir og nýjar til að leysa mál og grípa tækifæri. Tengdir færniþættir: • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrirtækisins. Nær fram viljugri samvinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrir- fram áætluðum árangri. • Úrlausn ágreinings Skapar sátt í erfiðum samskiptum og leysir úr málum sem upp koma vegna ágreinings. • Ákvarðanataka Viðar að sér staðreyndum og skilur þær, metur áhættu og forgangsraðar möguleikum á hlutlægan hátt sem leiðir til afgerandi framkvæmda. KYNNINGAR SEM HVETJA TIL UMRÆÐNA

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==