Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 5008 UPPLÝSANDI KYNNINGAR YFIRLIT Upplýsandi kynningar eru algengasta tegund viðskiptakynninga, þar á meðal þjálfun af ýmsum toga, kynningar fyrir nýja starfsmenn og upplýsingafundir fyrir yfirmenn, samstarfsmenn og undirmenn. Upplýsandi kynningar ættu að innihalda sannfærandi sönnunargögn, skýr skilaboð, sýnigögn, rými fyrir endurgjöf auk þess sem fyrirlesarinn ætti að hafa yfirgripsmikla þekkingu á áheyrendunum. SAMHENGI Vikulega, eða jafnvel daglega, hlustum við í starfi okkar á fyrirlesara flytja upplýsandi kynningar um allt frá stöðu verkefna til starfsleiðbeininga eða reglubreytinga. Flestar kynningar okkar falla í þennan flokk með einum eða öðrum hætti. Sumir fyrirlesarar eru mjög góðir í að halda skýrar, upplýsandi kynningar. Þú ferð frá kynningunni með góðan skilning á skilaboðunum, æskilegri niðurstöðu og lykilatriðum sem hafa þarf í huga. Á hinn bóginn eru margar upplýsandi kynningar óskipulagðar, erfitt að fylgja þeim eftir og þú ferð frá kynningunni með óljósa mynd af tilgangi hennar. Í þessari einingu ferðu í gegnum skref sem tryggja að skilaboð þín séu skýr, þú haldir athygli áheyrenda og þú farir yfir öll þau atriði sem skipta máli. Megin færniþættir: • Frumkvæði Hefur frumkvæði að því að koma hlutum í verk. Leggur mat á sjálfa(n) sig og aðra og grípur til leiðréttandi að- gerða þegar þörf er á. Hefur sjálfsaga. • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. Tengdir færniþættir: • Áhrif Stýrir kringumstæðum og hvetur fólk til að skapa umhverfi með hag allra að leiðarljósi. • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrirtækisins. Nær fram viljugri samvinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrir- fram áætluðum árangri. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Skipuleggja áhrifaríka upplýsandi kynningu • Nota uppbyggingu sem gerir hugmyndir skýrar • Styrkja efni kynningarinnar með sýnigögnum • Fara fram á endurgjöf til að ganga úr skugga um að skilaboðin hafi verið skýr

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==