Leiðtogaþjálfun

Prentmet Oddi 49320 Nr. 1014 Færniþættir sem unnið er með: ÁRANGURSRÍKIR FUNDIR YFIRLIT Þessi eining nær yfir þá hæfni í mannlegum samskiptum sem nauðsynleg er til að ná fram samvinnu og jákvæðri niðurstöðu funda. Einnig er farið í gegnum tækni til að hámarka árangur funda, skipulag fyrir fund, stjórnun fundarins og eftirfylgni að loknum fundi. SAMHENGI Nýleg könnun TNS Express for Genesys Conferencing leiddi ljós þá niðurstöðu að margir hafa óbeit á fundum. Niðurstöðurnar komu ekkert sérstaklega á óvart. 54% þeirra sem tóku þátt í könnuninni myndu frekar vilja slá blettinn en að sitja á fundi sem ber lítinn árangur. 41% vildu frekar skúra eldhúsgólfið, 26% vildu frekar bera saman verð á bílatryggingum, 25% taka heimsókn til tannlæknisins fram yfir fundasetu og 23% vildu frekar lesa símaskrána. Hvað segir þetta okkur um fundi? Staðreyndin er hins vegar sú að fundir eru komnir til að vera. Þeir eru hluti af fyrirtækjamenningunni og þegar þeim er stýrt á áhrifaríkan hátt geta þeir haft gríðarlega jákvæð áhrif á fyrirtækið. Burtséð frá flækjustigi fundarins er góður undirbúningur nauðsynlegur til að styrkja, stytta, auka mikilvægi eða jafnvel koma í veg fyrir suma fundi. Megin færniþættir: • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrirtækisins. Nær fram viljugri samvinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrirfram áætluðum árangri. • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. Tengdir færniþættir: • Teymisvinna Skipuleggur verkefni, velur fólk og auðlindir til að hafa sem mest áhrif á markmið fyrirtækisins. • Tjáskipti Eykur hæfni einstaklingsins og fyrirtækisins með því að beita virkri hlustun og styðja hana með skýrum munnlegum og skriflegum upplýsingum. • Úrlausn ágreinings Brúar bil milli fólks sem til varð vegna ágreinings. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Skapa meiri þátttöku á fundum með því að beita reglum um mannleg samskipti • Uppgötva leiðir til að byggja upp samvinnu og ná jákvæðum árangri á fundum • Hafa í huga leiðbeiningar um árangursríka fundi, fyrir þá, á þeim og eftir þá

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==