Leiðtogaþjálfun

Prentmet Oddi 49320 Nr. 1015 Færniþættir sem unnið er með: STEFNUMÓTUN YFIRLIT Stefnumótun snerist áður um að koma auga á þau meginverkefni sem nauðsynleg voru til að halda lífi í fyrirtækinu frá ári til árs. Í dag snýst stefnumótun um að skora á viðteknar venjur, hvernig hlutirnir eru unnir og kveikja undir hugmyndum um hvernig fyrirtækið gæti orðið. Stefnumótun er meira en listi af skammtíma markmiðum og verkefnum. Hún snýst um að samræma skammtíma markmiðin til að ná langtíma árangri. SAMHENGI Flestir eru sammála um mikilvægi áætlana. Til eru rannsóknir og dæmi sem sýna fyrirtæki sem hafa blómstrað eða ekki náð árangri vegna góðra eða lakra áætlana/stefnu. Hæfni til að gera áætlanir skilur á milli þess hvort við skrifum framtíðarsöguna með áætluninni eða treystum á Guð og lukkuna. Lykillinn er að gera áætlun sem gerir fyrirtækinu kleift að verða það sem það þarf að vera. Í þessari einingu skoðar þú muninn á stefnumótun og skammtíma áætlunum. Þú skoðar hvað stefnumótunin þarf að innihalda og kemur auga á grunn færniþættina sem skilja þig frá samkeppnisaðilunum. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Skilja stefnumótun og hvernig hún er frábrugðin skammtíma áætlunum • Móta grunnstefnu fyrir fyrirtækið • Einangra grunnfærni fyrirtækisins • Meta stöðuna eins og hún er í dag með SVÓT greiningu Megin færniþættir: • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrirtækisins. Nær fram viljugri samvinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrirfram áætluðum árangri. • Ákvarðanataka Viðar að sér staðreyndum og skilur þær, metur áhættu og forgangsraðar möguleikum á hlutlægan hátt sem leiðir til afgerandi framkvæmda. • Breytingastjórnun Leitar tækifæra til að beina sjálfum sér, öðrum og fyrirtækinu inn á réttar brautir til að ná árangri. Tengdir færniþættir: • Sýn Með hugann við framtíðina. Skapar spennandi mynd af því hvernig framtíðin gæti og ætti að vera burtséð frá því hver staðan er í dag bæði fyrir þau og fyrirtækið. • Gildi Stýrist af eigin gildismati. Sýnir mikil heilindi með því að breyta í takt við sín persónulegu gildi. • Teymisvinna Skipuleggur verkefni, velur fólk og auðlindir til að hafa sem mest áhrif á markmið fyrirtækisins.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==