Leiðtogaþjálfun

Prentmet Oddi 49320 Nr. 1016 Færniþættir sem unnið er með: LEITT MEÐ SIÐFERÐI YFIRLIT Leiðtoginn sem býr yfir sterku siðferði sýnir stöðugleika í hegðun og hefur viðhorf sem þolir áskoranir hvers dags. Leiðtoginn sem nálgast verkefni sín út frá sterkum siðferðilegum gildum vinnur verkin innan ákveðinna marka. Hann er fyrirmynd um ásættanlega hegðun innan fyrirtækisins sem utan. SAMHENGI Við þurfum mörk til að velja siðferðilega rétt. Ef við lítum á sögu fyrirtækja sem náð hafa árangri má glöggt sjá að siðferðileg mörk eru lykill að því að halda velli og blómstra. Leiðtogar morgundagsins eru þeir sem í dag, með hæfileikum sínum og sterkum persónuleika, standa fastir á siðferðilegum mörkum sínum. Eftir þessa einingu verða siðferðileg mörk þín skýr. Þú notar reynslu þína og annarra til að setja saman leiðir til að taka ákvarðanir byggðar á siðferðilegum grunni. Þú einsetur þér að vera fyrirmynd sem leiðtogi í fyrirtæki þínu, samfélagi og fjölskyldu. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Skilgreina siðferðileg mörk sín • Endurspegla siðferðileg gildi og reglur • Taka ákvarðanir byggðar á siðferðilegum grunni Megin færniþættir: • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrirtækisins. Nær fram viljugri samvinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrirfram áætluðum árangri. • Gildi Stýrist af eigin gildismati. Sýnir mikil heilindi með því að breyta í takt við sín persónulegu gildi. • Áreiðanleiki Tekur persónulega ábyrgð og gerir sjálfa(n) sig og aðra ábyrga fyrir árangri fyrirtækisins. Tengdir færniþættir: • Meðvitund um umhverfi sitt Sér hlutina frá fleiri en einu sjónarhorni. Er meðvitaður um orsök og afleiðingu. Fylgist með málum sem hafa áhrif á ábyrgðarsvið. • Fagmennska Endurspeglar þroska og heilindi sem skapa trúverðugleika.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==