Leiðtogaþjálfun

Prentmet Oddi 49320 Nr. 1101 Færniþættir sem unnið er með: MÓTTAKA NÝRRA STARFSMANNA YFIRLIT Skipulagning og framkvæmd þjálfunar nýrra starfsmanna er jákvætt tækifæri fyrir alla, bæði fyrirtækið og starfsmanninn. Auk þess að lækka ráðningarkostnað er það góð leið til að bjóða nýja starfsmanninn velkominn, kynna honum menningu fyrirtækisins, auka tryggð starfsmanna og minnka starfsmannaveltu. SAMHENGI Tengslin á milli lágrar starfsmannaveltu og þjálfunar nýrra starfsmanna eru ekki öllum ljós. Við verjum klukkustundum, dögum, vikum og mánuðum í ráðningarferlið. Hlýjar móttökur og að kynna starfsmanninum menningu og umhverfi fyrirtækisins eru oft atriði sem hugað er að eftir á. Skipulagning og framkvæmd áhrifaríkrar þjálfunar fyrir nýja starfsmenn er tækifæri sem allir hagnast á. Til viðbótar við að lækka ráðningarkostnaðinn þá hafa rannsóknir sýnt að góð kynning starfsmanna í upphafi starfs lækkar starfsmannaveltu. Þessi eining varpar ljósi á þann mikla kostnað sem fylgir starfsmannaveltu og þau mistök sem gjarnan eru gerð í ráðningarferlinu. Þú munt byrja að skipuleggja frumlega þjálfun fyrir nýja starfsmenn sem gerir þá spennta, eykur eldmóð nýrra starfsmanna og lækkar starfsmannaveltu. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Minnka starfsmannaveltu og auka eldmóð nýrra starfsmanna • Skilja fimm þætti árangursríkrar þjálfunar fyrir nýja starfsmenn • Hanna frumlegt og yfirgripsmikið námskeið fyrir nýja starfsmenn Megin færniþættir: • Mannauðsstjórnun Nýtir ferli til að tengja mannauðinn við markmið fyrirtækisins. Tengdir færniþættir: • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrirtækisins. Nær fram viljugri samvinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrirfram áætluðum árangri. • Fagmennska Endurspeglar þroska og heilindi sem skapa trúverðugleika. • Árangursmiðaður Leggur mikið upp úr því að sigra. Helgar sig því að finna árangursríka lausn við allar kringumstæður.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==