Leiðtogaþjálfun

Prentmet Oddi 49320 Nr. 1102 Færniþættir sem unnið er með: Megin færniþættir: • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrirtækisins. Nær fram viljugri samvinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrirfram áætluðum árangri. • Mannauðsstjórnun Nýtir ferli til að tengja mannauðinn við markmið fyrirtækisins. Tengdir færniþættir: • Áhrif Stýrir kringumstæðum og hvetur fólk til að skapa umhverfi með hag allra að leiðarljósi. • Fjölbreytileiki Metur og nýtir hæfileika, innsæi og hugmyndir fjölbreytts hóps einstaklinga með tilliti til menningar, stíls, getu og dugnaðar. • Teymisvinna Skipuleggur verkefni, velur fólk og auðlindir til að hafa sem mest áhrif á markmið fyrirtækisins. • Breytingastjórnun Leitar tækifæra til að beina sjálfum sér, öðrum og fyrirtækinu inn á réttar brautir til að ná árangri. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Skilja skilgreiningar á áætlun um afleysingu, stjórnun á hæfileikum, áætlun um eftirmann og stjórnun á eftirmannaáætlun • Koma auga á hlutverk eftirmannaáætlana og stjórnunar þeirra innan blómstrandi fyrirtækja • Gera áætlun byggða á líkani að eftirmannaáætlun YFIRLIT Það er á ábyrgð hvers leiðtoga að þróa eftirmann sinn innan fyrirtækisins. Það felur a.m.k. í sér áætlun um afleysingu, stjórnun á hæfileikum, áætlun um eftirmann og stjórnun á eftirmannaáætlun. Leiðtoginn þarf að skoða alla þessa þætti, kortleggja hvaða áskoranir felast í hverjum þeirra og búa til áætlun um eftirmann/menn sinn/ sína. SAMHENGI Þróun framtíðarleiðtoga er fjölbreytt verkefni sem felst í ráðningum, leit að starfsfólki, þróun núverandi starfsmanna og markþjálfun, endurgjöf og leiðsögn. Þessi viðleitni leiðtogans er í senn flókin, mikil áskorun og mjög gefandi. Þegar vel tekst til eru allir sigurvegarar, þar með taldir núverandi leiðtogi, framtíðar leiðtoginn og fyrirtækið í heild sinni. Þessi eining hjálpar þér að gera þá skuldbindingu sem til þarf til að gera áætlun um eftirmann þinn og stýra þeirri áætlun. Hún gerir þér kleift að leggja þitt af mörkum til framtíðar fyrirtækisins, um leið og þú gengur úr skugga um að sýn þín á gildi, menningu og afrek fyrirtækisins haldist á lofti. EFTIRMANNAÁÆTLUN

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==