Leiðtogaþjálfun

Prentmet Oddi 49320 Nr. 1205 Færniþættir sem unnið er með: FJÖLVINNA YFIRLIT Nútíma viðskiptaumhverfi krefst þess að starfsmenn verða að gera meira, betur, hraðar og ódýrar en áður. Þetta gerir það að verkum að starfsmaðurinn þarf að bera marga hatta í einu og beina athyglinni að fjölbreyttum verkefnum og áskorunum á hverjum tíma. Gerð er krafa um að þetta geri hann gallalaust og án þess að frammistaða skaðist. SAMHENGI Tækninni fleygir fram með auknu vinnuálagi og kröfum úr öllum áttum. Um leið er krafa dagsins aukin framleiðni. Til að geta mætt þessum kröfum er fjölvinna nauðsynleg. Í raun er það svo að fjölvinna er orðin flestum mjög töm í dag. Spurningin er – ertu að fjölvinna rétt? Við lok þessarar einingar muntu skilja betur goðsagnir og áskoranir fjölvinnu. Þú lærir og beitir reglum aukinnar framleiðni, þar á meðal leiðum til að forgangsraða og bæta athygli og einbeitingu. Megin færniþættir: • Aðlögunarhæfni Víðsýn(n), sýnir sveigjanleika frammi fyrir breytingum á vinnustaðnum. Bregst við aðstæðum með jákvæðu viðhorfi. • Frumkvæði Hefur frumkvæði að því að koma hlutum í verk. Leggur mat á sjálfa(n) sig og aðra og grípur til leiðréttandi aðgerða þegar þörf er á. Hefur sjálfsaga. Tengdir færniþættir: • Beiting stjórntækja Beitir viðeigandi stjórntækjum til að tryggja viðgang ferla fyrirtækisins. • Streitustjórnun Gerir greinarmun á jákvæðri og neikvæðri streitu. Viðhorf og hegðun einkennist af jafnvægi. • Árangursmiðaður Leggur mikið upp úr því að sigra. Helgar sig því að finna árangursríka lausn við allar kringumstæður. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Beita lögmálum fjölvinnu til að auka framleiðni og afköst • Forgangsraða og auka afköst • Halda athygli og einbeitingu

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==