Leiðtogaþjálfun

Prentmet Oddi 49320 Nr. 1206 Færniþættir sem unnið er með: STÆRRA TENGSLANET MEÐ STÖRFUM Í ÞÁGU SAMFÉLAGSINS YFIRLIT Æ fleiri viðurkenna mikilvægi þess að stækka tengslanet sitt með það fyrir augum að hitta fólk og rækta ný viðskiptasambönd. Fyrirtæki sjá hag í þessari viðleitni starfsmanna. Næsta stig í að víkka út tengslanetið fer út fyrir hefðbundnar leiðir og felur oft í sér störf í þágu samfélagsins. SAMHENGI Að víkka út tengslanetið með því að sinna störfum í þágu samfélagsins hefur aukið virði þar sem einhver hagnast af störfum þínum. Þú hittir ekki aðeins fólk sem gæti verið mikilvægt í þróun þinni í starfi heldur ertu um leið að láta gott af þér leiða. Þú nærð fram sama ávinningi og með annars konar aðgerðum til að stækka tengslanetið og færð auk þess aukna fullnægju af því að vita að þú ert að gefa af tíma þínum og orku í þágu góðs málefnis. Við lok þessarar einingar muntu hafa verkfæri og leiðir til að finna réttu leiðina fyrir þig til að láta gott af þér leiða og víkka út tengslanetið um leið. Þú munt fara í gegnum leiðir sem auðvelda þér að nýta þér tengslanet þitt án þess að virðast yfirborðskennd(ur). Þú munt hafa í höndunum áætlun um hvernig þú getur látið gott af þér leiða og um leið aflað þér aukinna viðskipta. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Finna köllun sína • Víkka út áhrifahring sinn • Snúa tengingum upp í sambönd Megin færniþættir: • Gildi Stýrist af eigin gildismati. Sýnir mikil heilindi með því að breyta í takt við sín persónulegu gildi. • Meðvitund um umhverfi sitt Sér hlutina frá fleiri en einu sjónarhorni. Er meðvitaður um áhrif sín á aðra. Tengdir færniþættir: • Fjölbreytileiki Metur og nýtir hæfileika, innsæi og hugmyndir fjölbreytts hóps einstaklinga með tilliti til menningar, stíls, getu og dugnaðar. • Aðlögunarhæfni Víðsýn(n), sýnir sveigjanleika frammi fyrir breytingum á vinnustaðnum. Bregst við aðstæðum með jákvæðu viðhorfi. • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==