Leiðtogaþjálfun

Prentmet Oddi 49320 Nr. 1210 Færniþættir sem unnið er með: Megin færniþættir: • Fagmennska Endurspeglar þroska og heilindi sem skapa trúverðugleika. • Áhrif Stýrir kringumstæðum og hvetur fólk til að skapa umhverfi með hag allra að leiðarljósi. • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. Tengdir færniþættir: • Frumkvæði Hefur frumkvæði að því að koma hlutum í verk. Leggur mat á sjálfa(n) sig og aðra og grípur til leiðréttandi aðgerða þegar þörf er á. Hefur sjálfsaga. • Meðvitund um umhverfi sitt Sér hlutina frá fleiri en einu sjónarhorni. Er meðvitaður um orsök og afleiðingu. Fylgist með málum sem hafa áhrif á ábyrgðarsvið. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Velja viðeigandi hópa til að mynda tengsl við • Beita leyndarmálinu um að muna nöfn • Byggja á tengslum með hag beggja að leiðarljósi YFIRLIT Fljótlegasta leiðin til að víkka út tengslanetið er að tengjast neti einhvers annars. Auk þess að víkka út þitt tengslanet gæti það komið öðrum til góða að tengja þitt tengslanet við þeirra. Með öðrum orðum aðalmálið er ekki hverja þú þekkir, heldur hvern langar að þekkja þig og hver vill þekkja þá sem þú þekkir? SAMHENGI Það er viðurkennd staðreynd að það eina sem skilur þig frá öðrum einstaklingum í heiminum eru sex tengiliðir. Ör vöxtur viðskiptahópa og gríðarlegur vöxtur tengslahópa á netinu segja allt sem segja þarf um þörf mannsins til að vera í tengslum við aðra. Í þessari einingu ræðir þú hvar þú getur hitt fólk sem getur tengt þig við sín tengslanet. Þú skoðar hvaða hópa vænlegast er að ganga í frekar en að láta það ráðast af tilviljun hvernig þú verð tíma þínum og orku. Þú skoðar einnig leiðir til að byggja á tengiliðum annarra og vera tengill fyrir þá þegar þú kynnist nýju fólki. VÍKKUM ÚT TENGSLANETIÐ OG SKÖPUM VIÐSKIPTATENGSL

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==