Leiðtogaþjálfun

Prentmet Oddi 49320 Nr. 1211 SAMANTEKT Lykilatriðin tvö í tíma- og streitustjórnun eru að átta sig á því í hvað tíminn fer og leggja áherslu á að vinna að þeim málum sem mestu máli skipta. Það er hægt að forðast tímaþröng með því að meta það sem þú gerir og beita fimm margreyndum tímastjórnunaraðferðum og 30 streitustjórnunaraðferðum. SAMHENGI Það er sagt að tími sé peningar en þó þarf að gera greinarmun á þessu tvennu. Það er bæði hægt að eyða og festa fé og tíma, en tímann er ekki hægt að leggja til hliðar fyrir framtíðina. Tíminn líður með hverri mínútu og hverri stundinni. Ekkert sem við getum gert stöðvar klukkuna eða dagatalið. Öll höfum við jafnmikinn tíma á hverjum degi, 1440 mínútur. Við getum ekki stytt okkur leið að meiri skilvirkni. Lykillinn er að fjárfesta í tíma með sem árangursríkustum hætti, ekki aðeins fyrir fyrirtækið heldur líka fyrir okkur sjálf. Að hafa stjórn á streitu er eins og að stjórna tímanum. Mestu skiptir að hafa stjórn á sjálfum sér. Streita veldur miklu álagi á bæði fólk og fyrirtæki. Að mörgu þarf að huga í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi nútímans og öllum þessum öru breytingum fylgir stöðug streita. Þeir sem ná árangri í tíma- og streitustjórnun eiga möguleika á því að þrauka, og jafnvel blómstra, í þessu umhverfi. Við lok þessa hluta verða þátttakendur færir um: • Að öðlast skilning á því hvernig tímanum er varið • Að þróa með sér hugarfar til að sigrast á hindrunum við tímastjórnun og vinna með árangursríkari hætti • Að nota tæki til að skipuleggja tíma sinn • Að nýta sér algild lögmál til að ná tökum á streitu 70$Ǔ 2* 675(,7867-•5181 Meginhæfnisþættir • Aðlögunarhæfni Sýnir persónulega ábyrgð. Gerir sjálfan sig og aðra ábyrga fyrir niðurstöðum sem eru í samræmi við stefnu fyrirtækisins. • Streitustjórnun Greinir á milli jákvæðrar og neikvæðrar streitu. Viðheldur jafnvægi milli gagnlegra og ógagnlegra viðhorfa og hegðunar. Tengdir hæfnisþættir: • Frumkvæði Hefur frumkvæði að því að gera hlutina að veruleika. Leggur mat á sjálfan sig og aðra og grípur til jákvæðra leiðréttinga. Hefur sjálfsaga. • Árangursmiðun Hefur ástríðu til að sigra. Leggur sig fram við að koma með lausnir þar sem allir vinna. • Ákvarðanataka Tileinkar sér og skilur staðreyndir, vegur áhættu og forgangsraðar kostum af hlutlægni svo það leiði til afgerandi aðgerða. Hæfnisþættir sem hugað er að:

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==