Leiðtogaþjálfun

Prentmet Oddi 49320 Nr. 1301 Færniþættir sem unnið er með: /(,’72*$Ǔ7-ƒ6.,37, YFIRLIT Með því að bæta tjáskipti þín sem leiðtogi verður þú enn áhrifameiri í hlutverkinu. Þú kemur skilaboðunum betur frá þér, hefur jákvæð áhrif og lætur samstarfsmenn þína vita að þú ert alltaf tilbúinn til að hlusta. SAMHENGI Eitt mikilvægasta hlutverk leiðtogans eru tjáskipti. Til að fylla aðra innblæstri, hvetja og skipuleggja störf liðsheildar verða leiðtogar að tjá sig með því að hlusta, hvetja til umræðna og tala. Leiðtogar flytja ekki einasta skilaboð, þeir eru skilaboðin með því að sýna undirbúning sinn, eldmóð, hæfni og öryggi. Í þessari einingu vinnur þú með þrjár hliðar leiðtogatjáskipta: hlustun, þátttöku og hvatningu til umræðna á fundum. Þú lærir að hlusta með tilgangi, hvernig þú nærð fram faglegri skuldbindingu þegar þú tekur þátt í eða leiðir fundi og færð leiðbeiningar um hvernig á að tala eins og leiðtogi. Megin færniþættir: • Tjáskipti Eykur hæfni einstaklingsins og fyrirtækisins með því að beita virkri hlustun og styðja hana með skýrum munnlegum og skriflegum upplýsingum. • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrirtækisins. Nær fram viljugri samvinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrirfram áætluðum árangri. • Fagmennska Endurspeglar þroska og heilindi sem skapa trúverðugleika. Tengdir færniþættir: • Áhrif Stýrir kringumstæðum og hvetur fólk til að skapa umhverfi með hag allra að leiðarljósi. • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Skilgreina hvað einkennir tjáskipti leiðtoga • Hlusta á áhrifaríkari hátt • Leiða og hvetja til tjáskipta á fundum • Tala eins og leiðtogi

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==