Leiðtogaþjálfun

Prentmet Oddi 49320 Nr. 1302 Færniþættir sem unnið er með: Megin færniþættir: • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrirtækisins. Nær fram viljugri samvinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrirfram áætluðum árangri. • Aðlögunarhæfni Víðsýn(n), sýnir sveigjanleika frammi fyrir breytingum á væntingum og á vinnustaðnum. Bregst við aðstæðum með jákvæðu viðhorfi. • Meðvitund um umhverfi sitt Sér hlutina frá fleiri en einu sjónarhorni. Er meðvitaður um orsök og afleiðingu. Fylgist með málum sem hafa áhrif á ábyrgðarsvið. Tengdir færniþættir: • Fjölbreytileiki Metur og nýtir hæfileika, innsæi og hugmyndir fjölbreytts hóps einstaklinga með tilliti til menningar, stíls, getu og dugnaðar. • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. LEIÐTOGASTÍLL Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Koma auga á einkenni fjögurra mismunandi leiðtogastíla • Meta eigin stíl • Vinna á áhrifaríkan hátt með fólki sem telst til annarra hópa • Skilja til hlítar aðra leiðtogastíla YFIRLIT Til að ná sem mestum árangri, með og í gegnum aðra, verður leiðtoginn að þekkja stíl sinn og tilhneigingar og kunna að meta stíl annarra. Fjölbreytileikinn í samböndum og aðstæðum gerir þá kröfu til okkar að við séum sveigjanlegri í samskiptum við aðra. SAMHENGI Hvert okkar hefur ólíkan stíl, leiðtogastíl. Þegar við eigum samskipti við aðra sem hafa svipaðan leiðtogastíl ganga samskiptin tiltölulega áfallalítið fyrir sig. Þegar við eigum samskipti við þá sem hafa stíl ólíkan okkar þá geta samskipti og samvinna reynt á. Það sem skiptir mestu máli þegar unnið er með fólki sem er ólíkt okkur er sveigjanleiki, vilji okkar og geta til að sjá hlutina frá sjónarhorni hins aðilans. Í þessari einingu skoðum við fjóra leiðtogastíla eða mismunandi samskiptaleiðir. Þú skoðar einkenni hvers fyrir sig og gerir sjálfsmat til að ákvarða í hvaða hóp þú fellur. Þú einbeitir þér að því að vinna með fólki sem hefur ólíkan stíl til að viðhalda hvatningu, áhrifaríku sambandi og betri niðurstöðu fyrir þig.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==