Leiðtogaþjálfun

Prentmet Oddi 49320 Nr. 1303 Færniþættir sem unnið er með: HVETJANDI FORYSTA YFIRLIT Sagt hefur verið að enginn geti hvatt okkur áfram nema við sjálf. Með öðrum orðum hver og einn ber ábyrgð á því að viðhalda orku, drift og stöðugri framleiðni. Þó við séum í megindráttum sammála er það engu að síður hlutverk leiðtogans að skapa umhverfi sem hvetur til þessa. SAMHENGI Sumir leiðtogar bera ábyrgð á vinnumhverfi sem einkennist af skorti á sjálfstrausti, leiðbeiningum, eldmóði og sköpun. Hvatning og teymisvinna eru í lágmarki. Aðrir leiðtogar skara fram úr í því að skapa vinnuumhverfi þar sem fólk finnur hvatninguna til að gera betur og ná meiri árangri. Starfsmenn fyllast orku yfir starfsframa sínum og vinnu sinnar. Þeir vinna saman á skapandi hátt að því að ná markmiðum fyrirtækisins. Þessi eining fjallar um hvernig leiðtogar geta skapað umhverfi þar sem hvatning er í hámarki og fólk er stutt til að gera sitt allra besta. Farið er í gegnum heimspeki höfunda sem skrifað hafa um leiðtogann á 20. öldinni og sýnt fram á hvernig frægar reglur Dale Carnegie hafa lagt grunn að og ýtt undir kenningar um hvatningu á vinnustað. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Skilja hlutverk leiðtogans í hvatningu • Skilja betur þarfirnar sem drífa fólk áfram • Koma auga á samhengið milli væntinga og hvatningar • Samræma hvatir einstaklingsins og markmið fyrirtækisins Megin færniþættir: • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrirtækisins. Nær fram viljugri samvinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrirfram áætluðum árangri. • Áhrif Stýrir kringumstæðum og hvetur fólk til að skapa umhverfi með hag allra að leiðarljósi. • Teymisvinna Skipuleggur verkefni, velur fólk og auðlindir til að hafa sem mest áhrif á markmið fyrirtækisins. Tengdir færniþættir: • Mannauðsstjórnun Nýtir ferli til að tengja mannauðinn við markmið fyrirtækisins. • Árangursmiðaður Leggur mikið upp úr því að sigra. Helgar sig því að finna árangursríka lausn við allar kringumstæður.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==