Leiðtogaþjálfun

Prentmet Oddi 49320 Nr. 1304 Færniþættir sem unnið er með: DEILDU HEIÐRINUM YFIRLIT Starfsmenn vilja vita að framlag þeirra eigi þátt í árangri hópsins, deildarinnar og fyrirtækisins. Sterkir leiðtogar leyfa hópnum sínum að njóta heiðursins frekar en þeir sjálfir. Það að deila heiðrinum gerir starfsmönnum kleift að sjá erfiði sitt í samhengi við heildina frekar en einangrað verkefni. SAMHENGI Það er ekki bara rétt og gott að deila heiðrinum. Það er öflug hvatning sem styrkir og verðlaunar mikilvægt framlag starfsmannsins til fyrirtækisins. Þegar þú viðurkennir framlag fólks á áhrifaríkan hátt styrkir þú aðgerðir og hegðun sem við viljum sjá fólk endurtaka. Það að deila heiðrinum er einföld, fljótleg og kraftmikil viðurkenning. Í þessari einingu þróar þú leiðir til að deila heiðrinum sem eru jafn gagnlegar starfsmanninum og fyrirtækinu. Þú skoðar hvað það er sem gerir viðurkenningu hvetjandi og gefandi í augum starfsmanna þinna og mikilvægan þátt í árangri fyrirtækisins. Þú skipuleggur og framkvæmir leiðir til að veita fólki viðurkenningu á formlegan og sýnilegan hátt. Megin færniþættir: • Teymisvinna Skipuleggur verkefni, velur fólk og auðlindir til að hafa sem mest áhrif á markmið fyrirtækisins. • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrirtækisins. Nær fram viljugri samvinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrirfram áætluðum árangri. Tengdir færniþættir: • Áhrif Stýrir kringumstæðum og hvetur fólk til að skapa umhverfi með hag allra að leiðarljósi. • Fagmennska Endurspeglar þroska og heilindi sem skapa trúverðugleika. • Árangursmiðaður Leggur mikið upp úr því að sigra. Helgar sig því að finna árangursríka lausn við allar kringumstæður. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Koma auga á tækifæri til að vera góð fyrirmynd með því að deila heiðri • Deila heiðri á viðeigandi hátt • Skilja jákvæð áhrif einlægrar viðurkenningar á starfsanda og starfsmannaveltu

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==