Leiðtogaþjálfun

Prentmet Oddi 49320 Nr. 1305 Færniþættir sem unnið er með: FORYSTA MEÐ FRAMTÍÐARSÝN YFIRLIT Áhrifaríkir leiðtogar vita að ferli, skref og aðferðir forystu eru aðeins unnar með og í gegnum fólk. Síbreytilegt viðskiptaumhverfi dagsins í dag krefst þess að leiðtogar fái liðsmenn sína til að vinna að hvetjandi framtíðarsýn. Sterkir leiðtogar fylla aðra innblæstri, fá fólk í lið með sér og ná fram skuldbindingu um að gera sýnina að veruleika. SAMHENGI Í gegnum mannkynssöguna hafa miklar breytingar verið leiddar af einstaklingum sem höfðu skýra sýn og gátu miðlað henni til annarra. Auk þess gerðu þeir sér grein fyrir breytingum, svo sem tækniþróun og sáu fyrir þá hæfni sem þurfti til að nýta tæknina. Þessi eining hjálpar þér að koma auga á einkenni leiðtogans sem hefur framtíðarsýn. Þú skoðar með hvaða hætti leiðtogar geta tapað sýn sinni og þróar leiðir til að viðhalda forystu með framtíðarsýn við þær aðstæður. Þú skuldbindur þig til að beita lögmálum forystu með sýn. Megin færniþættir: • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrirtækisins. Nær fram viljugri samvinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrirfram áætluðum árangri. • Sýn Með hugann við framtíðina. Skapar spennandi mynd af því hvernig framtíðin gæti og ætti að vera burtséð frá því hver staðan er í dag bæði fyrir þau og fyrirtækið. • Meðvitund um umhverfi sitt Sér hlutina frá fleiri en einu sjónarhorni. Er meðvitaður um orsök og afleiðingu. Fylgist með málum sem hafa áhrif á ábyrgðarsvið. Tengdir færniþættir: • Áhrif Stýrir kringumstæðum og hvetur fólk til að skapa umhverfi með hag allra að leiðarljósi. • Tjáskipti Eykur hæfni einstaklingsins og fyrirtækisins með því að beita virkri hlustun og styðja hana með skýrum munnlegum og skriflegum upplýsingum. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Skilgreina forystu með framtíðarsýn • Skilja einkenni framsýnnar forystu • Koma auga á áskoranir þess að viðhalda forystu með framtíðarsýn • Beita lögmálum forystu með sýn

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==