Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 2004 Megin færniþættir: • Úrlausn ágreinings Brúar bil milli fólks sem til varð vegna ágreinings. • Aðlögunarhæfni Víðsýn(n), sýnir sveigjanleika frammi fyrir breytingum á vinnustaðnum. Tengdir færniþættir: Viðhorf Viðheldur vingjarnlegu og jákvæðu viðhorfi sem einkennist af eldmóði. • Fagmennska Endurspeglar þroska og heilindi sem skapa trúverðugleika. • Streitustjórnun Gerir greinarmun á jákvæðri og neikvæðri streitu. Viðhorf einkennist af jafnvægi. • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. • Breytingastjórnun Leitar tækifæra til að beina sjálfum sér, öðrum og fyrirtækinu inn á réttar brautir til að ná árangri. • Upplifun viðskiptavinar Leggur sitt af mörkum til að skapa jákvæða reynslu svo viðskiptavild og langtíma viðskiptasamband verði til. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Þjónusta innri viðskiptavini betur til að hafa áhrif á ytri viðskiptavini • Sjá skýra mynd af þeim samböndum sem þeir þurfa að leggja rækt við í sinni stöðu • Greina þarfir innri viðskiptavina • Beita undirstöðuatriðum framúrskarandi innri þjónustu YFIRLIT Samvinna milli deilda minnkar streitu og eykur virði þjónustu okkar og vöru. Koma þarf auga á þá innri viðskiptavini sem renna bæði með og á móti straumnum, greina langanir þeirra og þarfir og hvetja til samræðna og aðgerða um úrbætur tiltekinna ferla. SAMHENGI Það er engin leið að byggja upp þjónustudrifið fyrirtæki án þess að hugsa um fólkið okkar. Innan fyrirtækisins er fólk sem þarf aðstoð við að vinna vinnuna sína svo það geti gert viðskiptavininn ánægðan. Í þessari einingu muntu finna leiðir til að þjónusta innri viðskiptavini þína betur. Þú byrjar á þér og viðhorfi þínu. Þú skoðar aðferðir til að halda samskiptaleiðum opnum og stýra væntingum. Þegar allir innan fyrirtækisins vinna saman að því að mæta þörfum innri viðskiptavina munu ytri viðskiptavinir njóta ávaxtanna frá þéttu og áhugsömu teymi sem einbeitir sér að því að veita framúrskarandi þjónustu. INNRI ÞJÓNUSTA

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==