Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 2005 Megin færniþættir: • Öflun viðskiptavina Kemur auga á og fær til viðskipta vænlega viðskiptavini og gerir þá að hollvinum fyrirtækisins. • Upplifun viðskiptavinar Leggur sitt af mörkum til að skapa jákvæða reynslu svo viðskiptavild og langtíma viðskiptasamband verði til. Tengdir færniþættir: Viðhorf Viðheldur vingjarnlegu og jákvæðu viðhorfi sem einkennist af eldmóði. • Meðvitund um umhverfi sitt Sér hlutina frá fleiri en einu sjónarhorni. Er meðvitaður um orsök og afleiðingu. Fylgist með málum sem hafa áhrif á ábyrgðarsvið. • Fagmennska Endurspeglar þroska og heilindi sem skapa trúverðugleika. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Hafa jákvæð áhrif við fyrstu kynni • Láta viðskiptavininn finna að hann skipti máli • Nota ferli til að taka á móti viðskiptavinum YFIRLIT Upphafspunktur þjónustuferlisins er móttaka viðskiptavinarins, þessi mikilvægu fyrstu augnablik sem gefa tóninn í framtíðar samskiptum. Með því að bjóða viðskiptavininn velkominn á kraftmikinn og fagmannlegan hátt gerir þú ekki aðeins árangursrík samskipti möguleg, heldur líkleg. SAMHENGI Viðskiptavinir vilja fá athygli, finna að þeir séu metnir að verðleikum og að komið sé fram við þá af kurteisi og skilningi. Til að svo megi verða er nauðsynlegt að við sýnum okkar bestu hliðar þegar við tökum á móti fólki í fyrsta skiptið. Í þessari einingu skoðar þú mikilvæg fyrstu skref þjónustuferlisins, móttöku viðskiptavinarins. Þú vinnur að því að fara fram úr væntingum viðskiptavinarins í samskiptum við þig. Þú skuldbindur þig til að forðast mistök sem geta skemmt fyrir ferlinu áður en það hefst með því að fylgja einföldum skrefum sem færa samskiptin upp á næsta stig. JÁKVÆÐ ÁHRIF VIÐ FYRSTU KYNNI: AUGLITI TIL AUGLITIS

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==