Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 2402 7,//˜*86$/$ YFIRLIT Tillögu- eða uppástungusala er öflug leið til að auka sölu stig af stigi. Þegar henni er beitt á réttan hátt eru viðskiptavinir þakklátir fyrir tillöguna og læra að treysta ráðleggingum þínum. Það leiðir til aukinnar sölu á vöru og þjónustu um leið og sambandið við viðskiptavininn er treyst enn frekar. SAMHENGI Einar kraftmestu leiðir til að nota tillögusölu eru einfaldar spurningar og ráðleggingar. Um merkingarfullar athugasemdir er að ræða sem sýna að þú berir hag viðskiptavinarins fyrir brjósti. Þegar þú ert jafn áhugasamur um árangur viðskiptavinarins og eigin árangur byggir þú upp traust. Viðskiptavinir vilja vita að þú berir hag þeirra fyrir brjósti. Í þessari einingu eykur þú meðvitund þína og hæfni í að beita tillögusölutækni. Þú ræðir hvað einkennir ýtna sölumenn og hvaða áhrif slík hegðun hefur á viðskiptasambandið. Þú skuldbindur þig til að forðast hegðun sem einkennir ýtna sölumanninn og beita tækni sem byggir upp traust viðskiptavinarins. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Forðast sölutækni sem einkennist af ýtni • Byggja upp traust viðskiptavinar með því að koma með hjálplegar tillögur • Tengja væntingar viðskiptavinar viðbótar sölutækifærum Megin færniþættir: • Öflun viðskiptavina Kemur auga á og fær til viðskipta vænlega viðskiptavini og gerir þá að hollvinum fyrirtækisins. • Upplifun viðskiptavinar Leggur sitt af mörkum til að skapa jákvæða reynslu svo viðskiptavild og langtíma viðskiptasamband verði til. Tengdir færniþættir: • Frumkvæði Hefur frumkvæði að því að koma hlutum í verk. Leggur mat á sjálfa(n) sig og aðra og grípur til leiðréttandi aðgerða þegar þörf er á. Hefur sjálfsaga. • Skapandi hugsun Nýsköpun. Tvinnar saman gamlar hugmyndir og nýjar til að leysa mál og grípa tækifæri. • Fagmennska Endurspeglar þroska og heilindi sem skapa trúverðugleika.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==