Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 2403 YFIRLIT Það getur verið áskorun þegar unnið er undir tímapressu að fá viðskiptavini til að tala við okkur. Markmiðið er að sjá viðskiptavininum fyrir þeirri lausn sem hann þarfnast. Með því að spyrja réttu spurninganna finnur viðskiptavinurinn að hann getur treyst okkur og kaupin fara fram á áhrifaríkan og fumlausan hátt. SAMHENGI Áður en þú getur lagt fram gilda lausn þarftu að setja þig inn í og skilja stöðu viðskiptavinarins. Áhrifaríkar spurningar gera þér kleift að safna upplýsingum svo þú getir lagt fram bestu mögulegu lausnina sem skapar virði fyrir viðskiptavininn. Í þessari einingu æfir þú spurningatæknina í þjónustu- og söluumhverfi. Þú fylgir auðveldu ferli sem færir þér nauðsynlegar upplýsingar svo þú getir lagt fram bestu lausnina. VEKTU ÁHUGA VIÐSKIPTAVINA Megin færniþættir: • Öflun viðskiptavina Kemur auga á og fær til viðskipta vænlega viðskiptavini og gerir þá að hollvinum fyrirtækisins. • Upplifun viðskiptavinar Leggur sitt af mörkum til að skapa jákvæða reynslu svo viðskiptavild og langtíma viðskiptasamband verði til. Tengdir færniþættir: • Aðlögunarhæfni Víðsýn(n), sýnir sveigjanleika frammi fyrir breytingum á vinnustaðnum. • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. • Tjáskipti Beitir virkri hlustun og styður hana með skýrum munnlegum og skriflegum upplýsingum. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Tileinka sér skýrt þjónustuferli • Koma auga á megin áskoranir viðskiptavinarins • Nota spurningar sem leiða viðskiptavini í átt að ákvörðun um kaup

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==