Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 3003 LAUSNIR YFIRLIT Þetta skref söluferlisins hnýtir saman lausn þína, þarfir og áhugasvið kaupandans. Þú tjáir þig af krafti, setur fram ákveðnar staðreyndir, tilgreinir tengdan ávinning, sérsníðir beitingu að viðskiptavininum, notar rétt sönnunargögn til að vinna á efa og metur stöðuna með tilraunalokun. SAMHENGI Á þessum tímapunkti í söluferlinu höfum við fengið lykilupplýsingar um þarfir kaupandans, áhugasvið hans, og það sem mestu skiptir, kauphvata. Nú höfum við tækifæri til að sníða kynningu okkar að þörfum kaupandans og gera ávinninginn af lausn okkar enn skýrari. Til að ná sérstöðu á hörðum samkeppnismarkaði verðum við að skera okkur úr og leggja fram spennandi tillögur sem leysa vandamál kaupandans. Við verðum líka að geta kynnt þessar lausnir með þeim hætti að við aukum trúverðugleika okkar og löngun viðskiptavinarins til að kaupa. Ein öflugasta leiðin til að takast á við spurninguna um verð er að hafa virði vörunnar/þjónustunnar vandlega innbyggt í söluferlið. Hvað við kynnum og hvernig við kynnum það er gríðarlega mikilvægt í kaup- og söluferlinu. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Þróa lausnir sem eru sérsniðnar fyrir hvern og einn kaupanda • Kynna lausnir sem eru sannfærandi og áhugavekjandi • Höfða til skynsemi og tilfinninga Megin færniþættir: • Tjáskipti Eykur hæfni einstaklingsins og fyrirtækisins með því að beita virkri hlustun og styðja hana með skýrum munnlegum og skriflegum upplýsingum. • Öflun viðskiptavina Kemur auga á og fær til viðskipta vænlega viðskiptavini og gerir þá að hollvinum fyrirtækisins. Tengdir færniþættir: • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. • Upplifun viðskiptavinar Leggur sitt af mörkum til að skapa jákvæða reynslu svo viðskiptavild og langtíma viðskiptasamband verði til.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==