Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 3004 Megin færniþættir: • Öflun viðskiptavina Kemur auga á og fær til viðskipta vænlega viðskiptavini og gerir þá að hollvinum fyrirtækisins. Tengdir færniþættir: • Streitustjórnun Gerir greinarmun á jákvæðri og neikvæðri streitu. Viðhorf og hegðun einkennist af jafnvægi. • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. • Tjáskipti Eykur hæfni einstaklingsins og fyrirtækisins með því að beita virkri hlustun og styðja hana með skýrum munnlegum og skriflegum upplýsingum. • Upplifun viðskiptavinar Leggur sitt af mörkum til að skapa jákvæða reynslu svo viðskiptavild og langtíma viðskiptasamband verði til. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Taka á mótbárum með ferli sem hefur hag beggja að leiðarljósi • Finna sameiginlega fleti, til að draga úr andstöðu • Svara sex algengustu andmælunum af öryggi YFIRLIT Mótbárur gegn lausn þinni eru eðlilegur hluti sölu. Þú bregst við andmælum með því að fylgja hlustunarferli til skilnings, spyrja til skýringar, nota stuðpúða til að finna sameiginlega fleti, leggja fram trúverðug sönnunargögn og meta. SAMHENGI Það má búast við því, í hvaða sölu sem er, að mæta hindrunum sem sigrast þarf á áður en viðskiptavinurinn er tilbúinn að kaupa. Það eru algeng mistök hjá sölumönnum að afgreiða mótbárur á þann hátt að viðskiptavinurinn verði fráhverfur kaupunum. Að leysa úr andmælum á árangursríkan hátt er ferli sem felur í sér að hlusta af einlægni og athygli ásamt því að svara á jákvæðan hátt til að eyða áhyggjum viðskiptavinarins. Við verðum að skilja að mótbárur frá viðskiptavini eru ekki alltaf rökrétt. Oft eru mótbárur algjörlega tilfinningalegs eðlis. Við verðum að bregðast við þessum tilfinningum og hindrunum sem koma í veg fyrir að viðskiptavinurinn kaupi ef við ætlum að byggja upp langtíma viðskiptasamband. MÓTBÁRUR

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==