Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 3005 KAUPHVATI OG SKULDBINDING YFIRLIT Þegar þú færist nær lokum söluferlisins er mikilvægt að gera kaupin áríðandi og biðja um skuldbindingu á eðlilegan hátt. Þú gerir þetta með því að koma í orð hvað það er sem kaupandann vantar og mála skýra mynd af því sem hann fær með þinni lausn. Þú biður um skuldbindingu í gegnum allt söluferlið og notar svo eina af sex leiðum til að loka sölunni. SAMHENGI Á meðan á sölunni stendur er kaupandinn stöðugt að meta hvað er verið að segja og gera. Kaupandinn getur brugðist við með orðum, líkamlegri tjáningu eða tilfinningum. Þessi viðbrögð geta verið merki um vilja til að kaupa eða varúðarmerki. Við verðum að búa yfir hæfileikanum að þekkja þessi merki, lesa rétt úr þeim og bregðast rétt við. Það er auðveldara að ná fram skuldbindingu þegar farið er í gegnum fyrri stig söluferlisins á fagmannlegan hátt. Ofuráhersla á að loka sölunni getur leitt til stjórnsemi og skaðað sambandið við kaupandann. Góðir sölumenn sem starfa í nútíma viðskiptaumhverfi þröngva kaupendum ekki að skuldbindingu sem þeir sjá síðan eftir. Megin færniþættir: • Öflun viðskiptavina Kemur auga á og fær til viðskipta vænlega viðskiptavini og gerir þá að hollvinum fyrirtækisins. Tengdir færniþættir: • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. • Áhrif Stýrir kringumstæðum og hvetur fólk til að skapa umhverfi með hag allra að leiðarljósi. • Upplifun viðskiptavinar Leggur sitt af mörkum til að skapa jákvæða reynslu svo viðskiptavild og langtíma viðskiptasamband verði til. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Meta kaupandann í þeim tilgangi að koma hreyfingu á söluferlið • Taka tilfinningar kaupandans með inn í kaupferlið • Nota sex leiðir til að loka sölunni af öryggi

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==