Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 3105 RÁÐNINGAR SÖLUFÓLKS YFIRLIT Meiri líkur eru á að við tökum betri ákvarðanir í ráðningum ef við fylgjum skipulagðri og hlutlægri leið þegar við ráðum nýtt sölufólk. Góð ráðning felur í sér að koma auga á nauðsynlega færniþætti, kynna stöðuna, fara yfir umsóknir, taka viðtöl, greina niðurstöður, taka ákvörðun og skipuleggja fyrsta daginn, vikuna, mánuðinn og ársfjórðunginn fyrir nýja starfsmanninn. SAMHENGI Sölufólk er andlit fyrirtækisins. Þess vegna er ein mikilvægasta hæfni sölustjórans hæfnin til að taka réttar ákvarðanir í ráðningarferlinu. Það er gríðarlega mikilvægt að þú veljir rétt því gríðarlegur tími, orka, erfiði og peningar fara í þróun góðs sölumanns. Við þurfum oft að búa við slæmar ákvarðanir alltof lengi og grípum okkur þá í því að leita að einhverjum (hverjum sem er) til að fylla upp í lausar stöður. Það að taka árangursríkar ákvarðanir í ráðningarferli felur í sér að fylgja skýru og hlutlægu ferli sem færir okkur stöðugan árangur. Þetta þýðir að skilgreina þarf skýrt hvaða færniþættir eru nauðsynlegir og nota árangursríka viðtalstækni og eftirfylgni. Þannig hættum við að reiða okkur á heppnina í ráðningum sem leiðir til aukins árangurs fyrir þig, starfsfólkið og viðskiptavinina. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Beita ferli sem hægt er að endurtaka við ráðningu góðra sölumanna • Skilgreina viðmið til að taka árangursríkar ákvarðanir í ráðningarferlinu • Taka viðtöl sem leiða í ljós einkenni sem þarf til að ná árangri • Leita meðmæla og kanna bakgrunn umsækjenda • Gera áætlun sem tryggir árangur nýja starfsmannsins Megin færniþættir: • Mannauðsstjórnun Nýtir ferli til að tengja mannauðinn við markmið fyrirtækisins. • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrirtækisins. Nær fram viljugri samvinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrirfram áætluðum árangri. Tengdir færniþættir: • Beiting stjórntækja Beitir viðeigandi stjórntækjum til að tryggja viðgang ferla fyrirtækisins.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==