Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 3301 FINNDU NÝ TÆKIFÆRI YFIRLIT Í þessari einingu greinir þú núverandi viðskiptavini til að koma auga á tækifæri til að auka virði þeirra og viðbótarsölu fyrir þig. Þú munt líka búa til kort sem styrkir net viðskiptavina þinna og hjálpar þér að nýta þér hollvini þína. Áhugasamur hollvinur er líklegri til að gefa þér tilvísanir, umsagnir og meðmæli. SAMHENGI Það hefur margoft verið sagt að í viðskiptum skipti öllu hverja þú þekkir. Ef þú hefur sambönd, þá ertu í öruggri höfn. Að sjálfsögðu eru nöfn og númer hjá rétta fólkinu mjög mikilvægt atriði en í dag, þar sem gagnagrunnar eru óþrjótandi, er auðvelt að vita í hvern á að hringja. Spurningin er ekki hverja þú þekkir, heldur hverjir vilja þekkja þig. Sumir leggja áherslu á mikilvægi þess að byggja upp stórar skrár með viðskiptasamböndum. Það sem skiptir hins vegar meira máli er hversu margir vilja hafa þig á skrá hjá sér. Megin færniþættir: • Upplifun viðskiptavinar Leggur sitt af mörkum til að skapa jákvæða reynslu svo viðskiptavild og langtíma viðskiptasamband verði til. • Öflun viðskiptavina Kemur auga á og fær til viðskipta vænlega viðskiptavini og gerir þá að hollvinum fyrirtækisins. Tengdir færniþættir: • Frumkvæði Hefur frumkvæði að því að koma hlutum í verk. Leggur mat á sjálfa(n) sig og aðra og grípur til leiðréttandi aðgerða þegar þörf er á. Hefur sjálfsaga. • Árangursmiðaður Leggur mikið upp úr því að sigra. Helgar sig því að finna árangursríka lausn við allar kringumstæður. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Greina núverandi viðskiptavini og auka tryggð þeirra • Sækja ný tækifæri til að fylla pípurnar • Nýta sér tilvísanir, umsagnir og meðmæli

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==