Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 3302 YFIRLIT „Í upphafi skyldi endinn skoða” eru einkennisorð á árangursríkri pípu- og svæðisstjórnun. Sem sölumaður þarftu fyrst að sjá ákveðið markmið, svo þarftu að greina þá þætti sem þarf að vinna að til að ná markmiðinu. Góð áætlanagerð krefst yfirgripsmikils skilnings á hve miklum viðskiptum má búast við frá núverandi viðskiptavinum til jafns við nýjum viðskiptavinum. Þú þarft að skilja hvernig á að fá hugsanlega viðskiptavininn til að kaupa, hvaða skref eru tvísýn í ferlinu og hve miklu við lokum í hverju skrefi. Svo þarftu að gera áþreifanlega áætlun sem skilar árangri. SAMHENGI Einn stærsti hluti árangurs þíns í sölu felst í vinnunni á bak við tjöldin. Sama hversu góð(ur) þú ert þegar kúnninn er fyrir framan þig og í lausn vandamála þá er hæfni þín til að undirbúa og skipuleggja mikilvægasti þátturinn í langtíma árangri. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Áætla sölur frá núverandi og nýjum viðskiptavinum • Koma auga á hvar viðskitpavinir eru staddir í pípunni • Búa til svæðisáætlun til að skerpa á aðgerðum og gera þær markvissari Megin færniþættir: • Sýn Horfir til framtíðar. Dregur upp spennandi mynd af því sem getur orðið og ætti að vera burtséð frá stöðunni eins og hún er.. • •Öflun viðskiptavina Kemur auga á og fær til viðskipta vænlega viðskiptavini og gerir þá að hollvinum fyrirtækisins. • Árangursmiðaður Leggur mikið upp úr því að sigra. Helgar sig því að finna árangursríka lausn við allar kringumstæður. Tengdir færniþættir: • Frumkvæði Hefur frumkvæði að því að koma hlutum í verk. Leggur mat á sjálfa(n) sig og aðra og grípur til leiðréttandi aðgerða þegar þörf er á. Hefur sjálfsaga. • Áreiðanleiki Tekur persónulega ábyrgð og gerir sjálfa(n) sig og aðra ábyrga fyrir árangri fyrirtækisins. 338Ǔ 2* 69ˆ’,667-•5181

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==