Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 3303 ÞRÓUN VIÐSKIPTASAMBANDS YFIRLIT Í þessum hluta lærir þú að beita skriflegri viðskiptaþróunaráætlun fyrir viðskiptavini þína. Þú lærir að greina ítarlega núverandi stöðu viðskiptavina, setja skýr markmið og búa til tímalínu fyrir viðskiptaþróunina. Þú kemur einnig auga á hvaða sambönd þarf að þróa og hvernig þú getur náð hámarks árangri í þeim samskiptum. Þegar viðskiptavinir þínir ná mælanlegum árangri er líklegra að þeir kaupi aftur og aftur. SAMHENGI Pareto-lögmálið á oftast við í sölu: 20% viðskiptavina skila 80% sölunnar. Því verða sölumenn að geta unnið markvisst að því að þróa sambandið við þessa viðskiptavini. Góð skipulagning eykur einbeitinguna og getuna til að ná hámarksviðskiptum frá hverjum og einum. Framúrskarandi viðskiptastjóri myndar náið samband sem hjálpar honum að ná enn meiri árangri. Rannsóknir gefa til kynna að svo lítið sem 2% aukning í viðskiptavinapíramídanum geti leitt til 10% meiri veltu og allt að 50% meiri hagnaðar. Megin færniþættir: • Öflun viðskiptavina Að finna vænlega viðskiptavini og stofna til langtímasambands við þá. • Árangursmiðun Mikil áhersla á sigur og að finna árangursríka lausn við allar kringumstæður. Tengdir færniþættir: • Tjáskipti Að auka hæfni einstaklingsins með virkri hlustun og skýrum munnlegum og skriflegum upplýsingum. • Meðvitund um umhverfi sitt Að sjá hlutina frá fleiri en einu sjónarhorni. Greina sundur orsök og afleiðingu. Vera vakandi fyrir því sem snertir eigið ábyrgðarsvið. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Skapa ný viðskiptatækifæri hjá núverandi viðskiptavinum • Setja saman skýra og yfirgripsmikla mynd af núverandi og framtíðarþörfum viðskiptavinar • Setja fram markmið og nákvæma aðgerðaáætlun um samstarf við viðskiptavini

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==