Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 3401 TENGSL: VERUM TRAUSTIR RÁÐGJAFAR YFIRLIT Í þessum hluta skoðum við traust viðskiptavina á fjórum stigum og lærum tækni til að byggja upp tengsl við mögulega og nýja viðskiptavini. Við skoðum líka leiðir til að viðhalda og bæta tengsl við núverandi viðskiptavini og gerum áætlun um að viðhalda þeim til framtíðar. SAMHENGI Að leggja vinnu í að byggja upp góð tengsl við viðskiptavini er fjárfesting til framtíðar. Kaupendur eru líklegri til að kaupa af þeim sem þeir hafa góð tengsl við og þeir treysta. Hæfni til að mynda tengsl hjálpar þér við fyrstu kynni af mögulegum viðskiptavinum. Hegðun þín á fyrstu stigum söluferlisins segir viðskiptavininum mikið um skapgerð þína, skipulagshæfni og vilja til eftirfylgni. Hvað núverandi viðskiptavini varðar eru tengslin einnig mikilvæg vegna tíðra breytinga sem eiga sér stað í umhverfinu. Nýir aðilar koma að ákvarðanatökunni, við þurfum að ná til fleiri aðila innan fyrirtækisins og þurfum því stöðugt að vera að styrkja samböndin við þá viðskiptavini sem þegar eiga viðskipti við okkur. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Mynda traust sambönd við viðskiptavini • Byggja upp tengsl við nýja viðskiptavini • Bæta tengsl við núverandi viðskiptavini Megin færniþættir: • Upplifun viðskiptavinar Að leggja sitt af mörkum til að skapa jákvæða reynslu sem leiðir til viðskiptavildar og langtíma viðskiptasambands. Nýta jákvæða reynslu til að mynda viðskiptatryggð. • Öflun viðskiptavina Að finna vænlega viðskiptavini og stofna til langtímasambands við þá. • Samskiptahæfni Stöðug hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. Tengdir færniþættir: • Tjáskipti Að auka hæfni einstaklingsins með virkri hlustun og skýrum munnlegum og skriflegum upplýsingum. • Fagmennska Endurspeglun þroska og heilinda sem skapa trúverðugleika.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==