Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 3402 VEKJUM ÁHUGA MEÐ SKILNINGI Á VIÐSKIPTAUMHVERFINU YFIRLIT Í þessum hluta eru skoðaðar nokkrar leiðir til að safna nauðsynlegum upplýsingum svo hægt sé að leggja fram áhugaverðar lausnir og sýna viðskiptavinum fram á að unnið sé af fagmennsku. Með því að spyrja upplýstra spurninga sem byggðar eru á rannsóknum og greiningu á viðskiptaumhverfi viðkomandi viðskiptavinar og þeim geira sem hann starfar í eykur þú traust hans til þín og vekur hjá honum enn meiri áhuga til að eiga við þig viðskipti. SAMHENGI Ein mesta áskorunin sem sölufólk stendur frammi fyrir er áhugaleysi mögulegra og núverandi viðskiptavina. Þegar þú veist að lausnin færir viðskiptavinum ávinning þarftu að sigrast á þessu áhugaleysi og vekja hjá þeim áhuga á að heyra tillögu þína. Það er gert með því að spyrja spurninga sem sýna viðskiptavinum fram á það að þú skiljir þeirra rekstur og getir hjálpað þeim að leysa vandamál eða búa til ný tækifæri. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Beita fjölbreyttum leiðum við upplýsingaöflun • Gera þarfagreiningu til að safna viðeigandi gögnum um viðskiptavini • Nota upplýsandi viðtöl til að afla virðingar og trausts viðskiptavina • Nota sérstaka tækni til að draga saman þarfir viðskiptavina Megin færniþættir: • Upplifun viðskiptavinar Að leggja sitt af mörkum til að skapa jákvæða reynslu sem leiðir til viðskiptavildar og langtíma viðskiptasambands. Nýta jákvæða reynslu til að mynda viðskiptatryggð. • Öflun viðskiptavina Að finna vænlega viðskiptavini og stofna til langtímasambands við þá. • Samskiptahæfni Stöðug hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. Tengdir færniþættir: • Tjáskipti Að auka hæfni einstaklingsins með virkri hlustun og skýrum munnlegum og skriflegum upplýsingum. • Fagmennska Endurspeglun þroska og heilinda sem skapa trúverðugleika. • Meðvitund um umhverfi sitt Að sjá hlutina frá fleiri en einu sjónarhorni. Greina sundur orsök og afleiðingu. Vera vakandi fyrir því sem snertir eigið ábyrgðarsvið.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==