Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 3406 YFIRLIT Sem sölufulltrúi verður þú að átta þig á vanabundinni hegðun þinni. Þannig geturðu greint styrkleika þína og nýtt þér þá við sölu til fólks sem hefur ólíka hegðun. Þú verður jafnframt meðvitaðri um þá eiginleika sem þú þarft að tileinka þér til að efla samskipti þín við aðra. Með því að þróa hæfni þína í að greina ríkjandi hegðunarmynstur hjá öðrum verðurðu færari um að mæta þeim á þeirra forsendum, ryðja úr vegi hindrunum í samskiptum og finna sameiginlega fleti. Þetta gerir þér kleift að selja meira. SAMHENGI Innan atferlisfræðinnar er hegðun manna gróflega flokkuð í fernt. Hver flokkur nær yfir hegðunarmynstur eða ríkjandi venjur fólks í þeim hópi. Enginn er ótvírætt aðeins í einum flokki og engar venjur eru betri en aðrar. Hvert hegðunarmynstur hefur sína styrkleika og mögulega veikleika. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Greina markmið beggja aðila, raunveruleg, raunhæf og varamarkmið • Bregðast við algengri samningatækni • Beita aðferðum til að skipuleggja og undirbúa árangursríkar samningaviðræður Megin færniþættir: • Upplifun viðskiptavinar Að leggja sitt af mörkum til að skapa jákvæða reynslu sem leiðir til viðskiptavildar og langtíma viðskiptasambands. Nýta jákvæða reynslu til að mynda viðskiptatryggð. Öflun viðskiptavina Að finna vænlega viðskiptavini og stofna til langtímasambands við þá. • Aðlögunarhæfni Víðsýni. Sveigjanleiki gagnvart breytingum á vinnustaðnum. Tengdir færniþættir: • Áhrif Að stýra aðstæðum og hvetja fólk til að skapa umhverfi með hag allra að leiðarljósi. • Tjáskipti Að auka hæfni einstaklingsins með virkri hlustun og skýrum munnlegum og skriflegum upplýsingum. Samskiptahæfni Stöðug hæfni til að byggja upp traust sambönd innan og utan fyrirtækisins. SAMNINGAR VIÐ ÓLÍKA EINSTAKLINGA

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==