Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 3405 YFIRLIT Í þessari einingu skoðar þú leiðir til að ná fram skuldbindingu á öllum stigum söluferlisins sem á endanum leiðir til þess að viðskiptavinurinn gengur frá kaupum. Þú skoðar leiðir til að viðhalda áhuga viðskiptavinarins í löngu söluferli og aðgerðir til að ná fram ákvörðun sem er þér í hag í krefjandi efnahagsástandi. SAMHENGI Í hröðu samkeppnisumhverfi dagsins í dag er mikil áskorun falin í því að ná fram skuldbindingu. Söluferillinn hefur lengst þar sem ákvarðanaferlið er flóknara en það var. Samkeppnisaðilar okkar leggja sig harðar fram en áður við að halda viðskiptum frá okkur. Til að sigrast á þessum hindrunum þarftu að tileinka þér árangursríkar leiðir til að ganga frá sölunni. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Leiða viðskiptavini í gegnum skuldbindingarstigin • Vera ráðgjafar sem viðskiptavinir treysta • Viðhalda skuldbindingunni í löngu söluferli • Ná fram skuldbindingu í hörðu samkeppnisumhverfi Megin færniþættir: • Upplifun viðskiptavinar Að leggja sitt af mörkum til að skapa jákvæða reynslu sem leiðir til viðskiptavildar og langtíma viðskiptasambands. Nýta jákvæða reynslu til að mynda viðskiptatryggð. Öflun viðskiptavina Að finna vænlega viðskiptavini og stofna til langtímasambands við þá. • Áhrif Að stýra aðstæðum og hvetja fólk til að skapa umhverfi með hag allra að leiðarljósi. Tengdir færniþættir: • Tjáskipti Að auka hæfni einstaklingsins með virkri hlustun og skýrum munnlegum og skriflegum upplýsingum. • Samskiptahæfni Stöðug hæfni til að byggja upp traust sambönd innan og utan fyrirtækisins. Árangursmiðun Mikil áhersla á sigur og að finna árangursríka lausn við allar kringumstæður. LEIÐIR TIL AÐ NÁ FRAM SKULDBINDINGU

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==