Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 3501 YFIRLIT Hér er hugað að fjórum mikilvægum atriðum. Í fyrsta lagi þarf að skoða hegðun hins aðilans vandlega, svo sem hvernig hann bregst við eða reynir að fá þig til að bregðast við. Það sem býr að baki hegðuninni er mikilvægara en hegðunin sjálf. Þú þarft að skilja það sem býr að baki og hvað knýr fólk til að hegða sér eins og það gerir. Í kjölfarið má leita leiða til að leysa málið sameiginlega í stað þess að takast á um það. Þetta mun hjálpa þér að ákvarða hvað færir hinum aðilanum aukið virði og þér samkeppnisforskot. SAMHENGI Greiningin er það stig samningaviðræðnanna þar sem þú ákvarðar hvernig þú ætlar að nálgast viðræðurnar. Þessa ákvörðun byggir þú á hegðun og væntingum mótaðilans ásamt markmiðum þínum í viðræðunum. Markmið greiningarferlisins er að finna leiðir til að forðast ágreining og finna sameiginlega fleti á markmiðum beggja aðila. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Greina hegðun og væntingar hins aðilans til samningsins • Koma auga á möguleika og virðisaukandi leiðir fyrir hinn aðilann • Skapa sameiginlega fleti í stað ágreinings Megin færniþættir: • Upplifun viðskiptavinar Að leggja sitt af mörkum til að skapa jákvæða reynslu sem leiðir til viðskiptavildar og langtíma viðskiptasambands. Nýta jákvæða reynslu til að mynda viðskiptatryggð. • Meðvitund um umhverfi sitt Að sjá hlutina frá fleiri en einu sjónarhorni. Greina sundur orsök og afleiðingu. Fylgjast með málum sem hafa áhrif á ábyrgðarsvið. • Úrlausn ágreinings Að skapa sátt í erfiðum samskiptum og leysa úr ágreiningsmálum sem upp koma. Tengdir færniþættir: • Aðlögunarhæfni Víðsýni. Sveigjanleiki gagnvart breytingum á vinnustaðnum. • Samskiptahæfni Stöðug hæfni til að byggja upp traust sambönd innan og utan fyrirtækisins. • Fagmennska Endurspeglun þroska og heilinda sem skapa trúverðugleika. GREINING SAMNINGA

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==