Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 3502 YFIRLIT Margir hafa opinn hug gagnvart samningakynningum á meðan aðrir sýna andstöðu sem byggir á persónuleika þeirra, fyrri reynslu og viðhorfi gagnvart þér og því sem þú hefur fram að færa. Þess vegna er mikilvægt að byggja kynninguna þannig upp að hún sannfæri alla mótaðila. Þegar þú gefur þér góðan tíma til að undirbúa skilaboðin verða þau meira viðeigandi og sannfærandi. SAMHENGI Markmið þitt með samningakynningum er að sannfæra fólk um að grípa til aðgerða út frá þínum ráðleggingum. Þú ert ekki einvörðungu að miðla upplýsingum, þú vilt hvetja fólk til að grípa til nýrra aðgerða, byggðum á kynningu þinni. Markmið þitt með samningakynningunni er að tala út frá áhugasviði hlustenda og segja þeim hvernig þeir hagnist af því að grípa til þeirra aðgerða sem þú leggur til. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Leggja fram valkosti til að ná fram niðurstöðu þar sem hagur beggja er hafður að leiðarljósi • Koma á framfæri því aukavirði sem þú hefur fram að færa og skapar þér samkeppnisforskot • Samstilla lausnir við aðgerðir og væntingar hins aðilans Megin færniþættir: • Upplifun viðskiptavinar Að leggja sitt af mörkum til að skapa jákvæða reynslu sem leiðir til viðskiptavildar og langtíma viðskiptasambands. Nýta jákvæða reynslu til að mynda viðskiptatryggð. • Öflun viðskiptavina Að finna vænlega viðskiptavini og stofna til langtímasambands við þá. • Áhrif Að stýra aðstæðum og hvetja fólk til að skapa umhverfi með hag allra að leiðarljósi. Tengdir færniþættir: • Úrlausn ágreinings Að brúa bil milli fólks vegna ágreinings. • Aðlögunarhæfni Víðsýni. Sveigjanleiki gagnvart breytingum á vinnustaðnum. • Meðvitund um umhverfi sitt Að sjá hlutina frá fleiri en einu sjónarhorni. Greina sundur orsök og afleiðingu. Vera vakandi fyrir því sem snertir eigið ábyrgðarsvið. KYNNING SAMNINGA

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==