Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 3503 YFIRLIT Hvort sem þú hefur gaman af því að semja um verð eða ekki þá er það eðlilegur og mikilvægur hluti af samningaviðræðunum. Þetta stig verður auðveldara þegar þú hefur undirbúið, greint og kynnt alla möguleika og allt virði sem höfðar til mótaðilans. Í þessum hluta lærirðu að greina möguleika beggja aðila þannig að þú vitir um hvað þarf í raun og veru að semja. Þú kynnir þér hefðbundna samningatækni til að ákvarða hvernig á að bregðast við þessum möguleikum. Þú lærir fjögur lögmál til að hafa stjórn á viðbrögðum þínum áður en þú stígur síðasta skrefið til að ljúka samningnum sem báðir aðilar hafa hag af. SAMHENGI Sumir hafa gaman af því stigi samningaferlisins þar sem tekist er á um verð og skyld atriði. Þeir fyllast keppnisskapi og hafa gaman af þeirri áskorun að ná besta mögulega samningi; njóta þess að takast á við samningsaðilann og upplifa sigurtilfinninguna þegar niðurstaða er í höfn . Aðrir hreinlega þola ekki þetta „prútt“- stig samningaferlisins. Þeir hafa ekki gaman af ágreiningnum og samkeppninni og finnst eins og þeir séu að tapa. Þegar þú nærð lokastigi samningaviðræðnanna viltu að báðir aðilar upplifi að þeir hafi gert góðan samning og vilji eiga áframhaldandi viðskipti. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Ákvarða aðgerðir, væntingar og valkosti í samningaviðræðunum • Bregðast við algengri samningatækni • Beita réttri tækni til að skipuleggja og undirbúa samningaviðræður með árangursríkum hætti Megin færniþættir: • Öflun viðskiptavina Að finna vænlega viðskiptavini og stofna til langtímasambands við þá. • Upplifun viðskiptavinar Að leggja sitt af mörkum til að skapa jákvæða reynslu sem leiðir til viðskiptavildar og langtíma viðskiptasambands. • Úrlausn ágreinings Samhljómur fundinn við streitufullar aðstæður. Bil brúað milli fólks sem á í ágreiningi. • Árangursmiðun Mikil áhersla á sigur og að finna árangursríka lausn við allar kringumstæður. Tengdir færniþættir: • Tjáskipti Að auka hæfni einstaklingsins með virkri hlustun og skýrum munnlegum og skriflegum upplýsingum. • Meðvitund um umhverfi sitt Að sjá hlutina frá fleiri en einu sjónarhorni. Greina sundur orsök og afleiðingu. Vera vakandi fyrir því sem snertir eigið ábyrgðarsvið. SAMNINGSSTAÐA OG SAMKOMULAG

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==