Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 3504 YFIRLIT Þegar þú beitir rökréttu og sannreyndu ferli sem hægt er að endurtaka færðu betri tilfinningu fyrir því hvaða leið þarf að fara til að ná árangri. Sölufólk verður að geta fylgt ferli sem hægt er að endurtaka til að byggja upp tengsl, greina aðgerðir og væntingar beggja aðila, leggja fram möguleika og virðisauka, semja í góðri trú og ljúka samningnum á þann hátt að báðir aðilar séu sáttir og vilji eiga áframhaldandi viðskipti. Í þessum hluta er allt samningaferlið í einni samantekt; þú æfir ferlið eins og þú værir í raunverulegum samningaviðræðum og færð mat á frammistöðu þína. SAMHENGI Gagnsemi námskeiða birtist í því hvernig gengur að beita því sem þú lærir á þeim. Í þessum hluta færðu tækifæri til að sýna samningaferlið í framkvæmd frá upphafi til enda. Þú æfir sölukynningu í öruggu umhverfi og færð svörun áður en þú reynir nýjar aðferðir fyrir framan raunverulega kaupendur. Með því að nota sannreynt ferli sem hægt er að endurtaka við samningaviðræður færðu samkeppnisforskot þegar þú sest við samningaborðið. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Taka saman allt samningaferlið • Beita aðferðum til að skipuleggja og undirbúa samningaviðræður • Beita öllum liðum samningaferlisins • Meta samningafærni samstarfsfélaga þinna Megin færniþættir: • Öflun viðskiptavina Að finna vænlega viðskiptavini og stofna til langtímasambands við þá. • Upplifun viðskiptavinar Að leggja sitt af mörkum til að skapa jákvæða reynslu sem leiðir til viðskiptavildar og langtíma viðskiptasambands. Nýta jákvæða reynslu til að mynda viðskiptatryggð. • Úrlausn ágreinings Samhljómur fundinn við streitufullar aðstæður. Bil brúað milli fólks sem á í ágreiningi. • Tjáskipti Að auka hæfni einstaklingsins með virkri hlustun og skýrum munnlegum og skriflegum upplýsingum. Tengdir færniþættir: • Árangursmiðun Mikil áhersla á sigur og að finna árangursríka lausn við allar kringumstæður. • Meðvitund um umhverfi sitt Að sjá hlutina frá fleiri en einu sjónarhorni. Greina sundur orsök og afleiðingu. Vera vakandi fyrir því sem snertir eigið ábyrgðarsvið. SAMNINGASNILLI

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==