Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 4001 ÚRLAUSN INNANHÚSSÁGREININGS YFIRLIT Viðhorf fólks gagnvart innanhússágreiningi eru allt frá hlutleysi til ákveðni og reiði. Með því að skilja upptök ágreinings, svo sem ferla, hóphlutverk, samskipti, leið hópsins og aðra utanaðkomandi þætti er auðveldara fyrir fólk að taka ábyrgð og þróa leiðir til að takast á við ágreininginn. SAMHENGI Þegar John D. Rockefeller eldri stofnaði Standard Oil sagði hann: Hæfnina til að eiga við fólk má kaupa líkt og hverja aðra vöru eins og sykur og kaffi og ég mun borga meira fyrir þá hæfni en nokkuð annað undir sólinni. Hæfnin til að eiga við fólk er jafnvel enn mikilvægari í dag í umhverfi sem einkennist af hraða og pressu. Getan til að takast á við ágreining á áhrifaríkan hátt er gjarnan nefnd sem ein mesta áskorunin sem við mætum í starfi. Í þessari einingu færðu tækifæri til að vinna með hæfni þína til að takast á við daglegan ágreining sem getur grafið undan árangri hópsins. Þú beitir skipulagðri leið til að takast á við ágreining og sérð fólki fyrir leiðum til að hjálpa því að leysa ágreininginn og stuðla að umhverfi sem einkennist af samvinnu. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Skilja viðbrögð við ágreiningi til að eiga auðveldara með að stýra viðhorfi • Greina aðstæður þegar ágreiningur á sér stað til að koma auga á bestu leiðina í átt að settu marki • Þróa leiðir til að leysa ágreining sem stuðla að samvinnu Megin færniþættir: • Úrlausn ágreinings Skapar samhljóm í streitu- valdandi aðstæðum. Brúar bil milli fólks sem til varð vegna ágreinings. Tengdir færniþættir: • Meðvitund um umhverfi sitt Sér hlutina frá fleiri en einu sjónarhorni. Er meðvit- aður um orsök og afleiðingu. Fylgist með málum sem hafa áhrif á ábyrgðarsvið. • Tjáskipti Eykur hæfni einstaklingsins og fyrirtækisins með því að beita virkri hlustun og styðja hana með skýrum munn- legum og skriflegum upp- lýsingum.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==