Fréttablað Eflingar 6. tbl. 2019

10 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Segjum NEI við launaþjófnaði Ungt fólk og launaþjófnaður atvinnurekenda Efling hrinti af stað átaki í framhaldsskól- um í október sl. undir yfirskriftinni Ég læt ekki svindla á mér. Segjum NEI við launa- þjófnaði. Í Með átakinu vill Efling stuðla að vitundarvakningu meðal ungs fólks um brotastarfsemi sem margir atvinnu- rekendur stunda gagnvart ungu fólki og lýsir sér meðal annars í stórfelldum launaþjófnaði. Þessi alvarlega meinsemd á íslenskum vinnumarkaði hefur farið ört versnandi í uppsveiflu síðustu ára og er eitthvað sem verkalýðshreyfingin verður að bregðast við. Fjallað er um umfang og alvarleika þessar- ar brotastarfsemi í skýrslunni Brotastarf- semi á íslenskum vinnumarkaði sem nýlega kom út á vegum ASÍ. Niðurstöðurnar koma starfsmönnum stéttarfélaganna ekki á óvart, enda eru þær í takt við þær launa- kröfur sem stéttarfélög meðal aðildarfélaga ASÍ gera fyrir hönd sinna félagsmanna og hlaupa á hundruðum milljóna króna árlega. Þegar þessar kröfur eru skoðaðar eftir aldri félagsmanna, má sjá að ungt fólk, 25 ára og yngra, varð af alls 53 milljónum króna á síðasta ári vegna launaþjófnaðar atvinnu- rekenda. Þessi tala miðast við þær kröfur sem stéttarfélögin gerðu fyrir hönd félags- manna sinna. Hafa ber í huga að af þeim málum sem stéttarfélögin fá á borð til sín eru einungis gerðar kröfur í hluta þeirra. Ef fólk hefur ekki fengið launaseðla, ekki skráð vinnutímana sína eða annað slíkt, getur það verið nóg til að ekki sé hægt að reka málið. Þar að auki má gera að því skóna að langstærstur hluti brota gagnvart ungu fólki rati aldrei á borð stéttarfélaganna. Það getur verið bæði vegna þess að ungt fólk er oft óupplýst um réttindi sín og hlutverk stéttarfélaga og vegna þess að ungt fólk vinnur oft í hlutastarfi með skóla eða yfir sumartímann og finnst ekki taka því að leita réttar síns. Það bendir því flest til þess að upphæðirnar sem koma fram í skýrslunni, og eru himinháar, séu einungis toppurinn á ísjakanum. Ungt fólk, erlent launafólk og tekjulágir eru þeir hópar sem sérstaklega eru útsettir fyrir launaþjófnaði og annarri illri meðferð á vinnumarkaði. Þessir hópar eiga það sameiginlegt að þekkja síður réttindi sín eða vera í veikri stöðu til að sækja rétt SVINDL á mér! A Ég læt ekki Segjum NEI við launaþjófnaði

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==