Fréttablað Eflingar 6. tbl. 2019

11 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Segjum NEI við launaþjófnaði sinn. En brotastarfsemin gagnvart þessum hópum lýsir sér ekki einungis í launaþjófn- aði, heldur einnig brotum er varða öryggi, aðbúnað og illa meðferð. Þegar rýnt er í niðurstöðurnar kemur einnig í ljós að þó vandamálið sé á risavöxnum skala, er ekki um að ræða vandamál vinnumarkaðar- ins í heild sinni. Þvert á móti má segja að hjá meirihluta launafólks, þeim sem hafa lengri starfsaldur og tekjur í hærri kantin- um, sé brotastarfsemi nærri óþekkt. Það er því ljóst að íslenskur vinnumarkaður er tvískiptur. Annars vegar er það þessi stóri og sýnilegri hópur þar sem brotastarfsemi er nærri óþekkt og hins vegar er um að ræða ósýnilegri hóp erlends launafólks og ungs fólks sem oft er í óreglulegu ráðn- ingarsambandi og sinnir hlutastörfum. Í tilfellum unga fólksins virðast brotin gagn- ger og kerfisbundin leið atvinnurekenda til að hafa af starfsfólki sínu laun og réttindi. Heimsóknir í framhaldsskólana „Framhaldsskólanemendur hafa tekið okkur vel og almennt sýnt málinu mikinn áhuga,“ segir Alma Pálmadóttir, kjara- og félags- málafulltrúi hjá Eflingu sem hefur farið í heimsóknir í framhaldsskólana síðustu vikur. „Margir nýta sér heimsóknirnar og bera undir okkur ýmislegt varðandi sína vinnu. Framhaldsskólanemendur hafa frá mörgu að segja og liggur oft mikið á hjarta þegar kemur að þessum málum. Það er ekki óalgengt að krakkarnir sem koma og tala við okkur vita að það hafi verið brot- ið á þeim, en hafa ekki vitað hvert þau eigi að leita eða hvernig þau geti sótt rétt sinn.“ Alma nefnir einnig að það sé oft sláandi að heyra af framkomu sumra yfirmanna við ungt starfsfólk sitt. Þetta virðist sérstaklega vera vandamál á vinnustöðum sem reiða sig að mestu leyti á ungt fólk í vinnu og þar sem starfsmannavelta er hröð. Aðspurð um það hvað unga fólkið sé helst að spyrja um segir Alma að sumir sýni henni launaseðla til að ganga úr skugga um hvort allt sé í lagi. Algengt er að spurt sé út í orlofsmál- in. Jafnaðarkaup virðist viðgangast og vilja margir vita hvort verið sé að hafa af þeim laun með því, sem oft er raunin. Einnig er mikið spurt út í hvíldartíma, hvort verið sé að virða hann eða ekki. Alma segir það koma á óvart að krakkarnir eru ekkert endi- lega mjög hissa á að heyra af niðurstöðum könnunarinnar um launaþjófnað gagnvart ungu fólki. Það virðist vera þó nokkur vitund meðal þeirra um að þau tilheyri þeim hópi sem oft er reynt að svindla á. Það er hins vegar ljóst að það vantar upp á fræðslu meðal þeirra um hvert þau geti leitað ef eitthvað kemur upp á eða þau gruni að atvinnurekandi sé að svindla á þeim. Þá kemur til kasta Eflingar en félagið er oft fyrsta stéttarfélag fólks á vinnumarkaði og því er ábyrgðin mikil að sinna þeim hópi vel.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==