Fréttablað Eflingar 6. tbl. 2019
12 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Segjum NEI við launaþjófnaði Valgerður Marija Purusic og Sigurlaug Sunna Hjaltested og samstarfsfólk þeirra urðu fyrir launaþjófnaði en börðust fyrir réttindum sínum þangað til allir starfs menn fengu greitt. „Það var tilkynnt í lok vaktar að þetta væri síðasta vaktin því það ætti að loka staðn- um. Einum eða tveimur dögum seinna voru mánaðamót og það fékk enginn útborgað, nema einn yfirmaður sem var íslenskur karl- maður á miðjum aldri. Þá leituðum við til Eflingar og það endaði með að við fengum öll útborgað.“ Svona segir Valgerður Marija Purusic frá sinni reynslu af því þegar veitingastað sem hún vann á, þá 19 ára gömul, var fyrirvara- laust lokað tveimur dögum fyrir mánaða- mót. Þetta var rétt fyrir jól og starfsfólki tilkynnt með facebook skilaboðum að þau myndu ekki fá borguð laun. Á þessum veitingastað sem vinkonurnar Valgerður og Sigurlaug störfuðu á vann nær eingöngu ungt fólk undir 25 ára aldri, margt af erlendum uppruna. Sigurlaug lýsir framkomu eiganda staðar- ins síðustu dagana fyrir lokun: „Þetta var greinilega bara eitthvað plan. Eigandinn ætlaði bara að loka staðnum. Hann kom reglulega, alveg nokkrum sinnum í mánuði með vini sína og fjölskyldu og fékk alltaf besta borðið og við áttum alltaf að þjóna honum eins og hann væri bara kóngur með sitt kóngafólk. Hann keypti alltaf dýrasta vínið, dýrasta matinn og sagði svo alltaf bara: „Settu þetta bara á einhvern reikn- ing!“ Kvöldinu áður en staðnum var lokað, kom hann einmitt með fjölskyldu og vini og lét dekra við sig eins og einhvern kóng. Þetta var svo leiðinlegt því við gáfum fyrir- tækinu svo mikið. Við unnum svo vel fyrir þetta fólk sem gaf svo ekki skít til baka.“ Saga vinkvennanna er dæmigerð að því leyti að hún sýnir hvernig atvinnurekandinn nýtti sér það að starfsmannahópurinn væri samsettur af ungu fólki og erlendu sem hann að öllum líkindum bjóst ekki við að myndu leita réttar síns. Valgerður og Sigur- laug ákváðu hins vegar að ganga í málið. Þær fóru í fjölmiðla og leituðu til Eflingar sem hjálpaði þeim að þrýsta á atvinnurek- andann að borga launin. Að endingu fengu allir starfsmenn staðarins útborgað. Það borgar sig að vita sín réttindi og hvert hægt er að leita, lendi maður í vandræðum. Leituðu til Eflingar og fengu útborgað Valgerður Marija Purusic og Sigurlaug Sunna Hjaltested Valgerður Marija Purusic Sigurlaug Sunna Hjaltested SVINDL á mér! A Ég læt ekki Segjum NEI við launaþjófnaði
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==