Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

100 margt að athuga“. 42 Þetta verk tók mörg ár. Guðmundur var í þeirri aðstöðu á þessum árum að vinnustaðurinn var Alþingishúsið. Háskólinn hafði aðsetur í Alþingishúsinu fyrstu árin eftir stofnun hans og Læknaskólinn var þá lagður niður og varð deild innan háskólans. Þannig að hvort sem Guðmundur var í hlutverki prófessorsins eða þingmannsins – vann hann innan veggja þinghússins. Sagt er að hann hafi gjarnan gengið upp að mönnum á götum borgarinnar og spurt: „Fyrirgefið þér, maður minn, en er ég búinn að mæla yður?“ Mælingarnar fóru fram í stofu í þinghúsinu. Níels Dungal sem skrifaði um Guðmund í Andvara árið 1958 telur þessa rannsókn Guðmundar tvímælalaust mesta vísindaafrek hans og ritið eitt það merkilegasta sem komið hafi frá Háskóla Íslands. Háskóli Íslands gaf rit út árið 1925 um rannsóknir Guðmundar - á þýsku Körpermasze und Körperproportionen der Isländer. 43 Guðmundur örvaði alla tíð til framfara og benti stöðugt á hvað betur mætti gera á flestum sviðum þjóðlífsins. Eðli máls samkvæmt var honum sérstaklega annt um líðan fólks og heilsu. Þannig brýndi hann fyrir löndum sínum mikilvægi mataræðis og áhrif þess á velferð, sérstaklega barna. Hann varaði til dæmis við því að gefa börnumundanrennu í stað nýmjólkur og talaði um börn með „undanrennuandlit“. Hann hafði áhyggjur af því að verða ekki eins að liði varðandi lýðheilsu fólks ef hann hætti sem héraðslæknir. Það er merkilegt að lesa hvernig hann segir frá tilurð Háskólans sem og störfum sínum þar í bréfum norður til bróðurs síns á því herrans ári 1911: „Líklega sæki jeg um þetta kennara­ embætti við Læknaskólann og er þá vafasamt að eg starfi mikið á eftir sem læknir … Mjer stendur hálfgjörður stuggur af þessari breytingu, en starf þetta er þó óneitanlega þægilegt og gott að sumu leyti.“ 44 Í bréfi þremur mánuðum síðar, heldur hann áfram að skýra frá breyttum högum sínum: „það sem mér þykir lakast við þetta er prófessorstitillinn. Mjer er illa við þessar uppskrúfuðu nafngiftir sem ekki eru annað en tilraun til að þykjast meiri en maður er. … Þetta háskólatildur allt er ekkert nauðsynja­ mál og mátti eyða þeim peningum þarfar. En jeg gat þó ekki sett háskóla­ nafnið fyrir mig og er svo orðinn prófessor móti vilja mínum að nokkru leyti.“ 45 Síðar átti Guðmundur eftir að verða rektor Háskólans tvisvar sinnum og heiðursdoktor án þess að geta þess í bréfum til bróður síns, né annars heiðurs sem hann varð aðnjótandi. Guðmundur var sagður skemmtilegur kennari. Mynduðust um hann margar sögur sannar eða lognar. Ein gamansagan er svona: Hann sagði nemendum að tvennt væri lækni mikilvægast, glögg eftirtekt og að yfirvinna viðbjóð. Tók hann flösku og sagði að í henni væri hland. Rak síðan fingur ofan í flöskustútinn og setti síðan fingur upp í sig. Nemend­ urnir léku þetta eftir fullir viðbjóðs. Þá sagði Guðmundur: „Það er allt í lagi

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==