Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

101 með að sigrast á viðbjóði hjá ykkur, en það er verra með eftirtektina, ég stakk vísifingri í hlandið en setti löngutöng uppí mig.“ Römm er sú taug Guðmundur hefur verið ástríkur heimilisfaðir af bréfum til Páls bróður hans að dæma. Flest bréfin byrja á því að segja fréttir af börnum og barnabörnum. Hann ræðir hispurslaust um áhyggjur sínar og segir með stolti frá sigrum þeirra. Þau Karólína eignuðust fimm börn, Svafar, Hannes, Leif, Önnu og Arnljót. Öll voru þau mjög mannvænleg og gegndu mikilvægum störfum. Synirnir Svafar, síðar bankastjóri og Arnljótur, síðar bæjarstjóri á Akranesi voru sumarstrákar á Guðlaugsstöðum og bundu mikla tryggð við fólk og heimili. Guðmundur varð fyrir tveimur miklum áföllum í lífinu. Annað var þegar hann missti konu sína Karólínu. Haustið 1927 skrifar hann: „Það voru mikil viðbrigði fyrir okkur að missa mömmu. Þó hún væri ekki há í lofti var hún að heita mátti forsjón okkar allra, hugsaði fyrir öllu, smáu og stóru og féll aldrei verk úr hendi. Það sjest best þegar góð kona og móðir fellur frá hve mikið hvílir á henni.“ 46 Hitt áfallið var að­ Guðmundur og Karólína með börnunum, frá vinstri Hannes, Anna, Leifur, Svafar og Arnljótur.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==