Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

102 eins ári síðar þegar Leifur sonur hans, glæsilegur efnismaður, fórst í flug­ slysi í Kaupmannahöfn, en þar var hann í herskóla. Þá skrifar Guðmundur bróður sínum: „Sumarið hefur verið dapurlegt hjá mjer. Mjer gengur illa að gleyma Leifi mínum. Nýlega var mjer send silfurskál sem hann fékk í verðlaun. En það er ekki til neins að hugsa um orðinn hlut.“ 47 Líknin fólst að einhverju leyti í að komast heim í heiðadalinn – Blöndudal. Guðmundur var tengdur átthögum sínum traustum böndum og kemur það margoft fram í bréfum hans. Sumarið 1909 skrifar hann: „Eins og þú veist er líklega enginn staður mjer jafn minnisstæður og að mörgu leyti kær eins og Guðlaugsstaðir. Þar er einskonar Paradís okkar barnanna flestra og jeg man tæplega eftir öðru en góðum endurminningum þaðan, en allsstaðar annarsstaðar misjöfnum.“ 48 Svo sterk er löngunin að hafa Guðlaugsstaði nálægt sér að hann sendir Þórarinn Þorláksson listmálara norður árið 1909 til að mála mynd af bænum. Þegar hann á haustdögum 1911 þakkar bróður sínum fyrir sumardvöl Svafars sonar hans ritar hann að Svafar hvetji sig til þess að kaupa jörð í Blöndudal. Svafar tók greinilega einnig miklu ástfóstri við dalinn og Guðlaugsstaði og gat til dæmis ekki beðið eitt vorið eftir að komast með skipi og fór fótgangandi norður. 49 Guðmundur viðrar fyrst hugmyndir um að hann vilji láta jarða sig á Guð­ laugsstöðum í bréfi árið 1910, því að þar finni hann sig helst eiga heima. „Hitt allt útlegð.“ 50 Honum voru sendar ljósmyndir frá Guðlaugsstöðum árið 1931 og var hann glaður yfir og skrifar: „Um engan stað í veröldinni þykir mjer jafn vænt … Guðlaugsstaðir hafa verið einskonar fastur punkt­ ur í veraldarhringlinu.“ 51 Ást og tryggð til æskuslóðanna er sú sama og tuttugu árum fyrr. Í næstsíðasta bréfi Guðmundar vitnar hann í ákvæði um heimagrafreiti í lögum um kirkjugarða frá 1932 og er ósáttur við að þrengt sé að gerð heimagrafreita. „Jeg vildi helst láta grafa mig á Guðlaugs­ stöðum - ef eg á annað borð læt grafa mig … látir þú gera grafreit skal jeg borga helming kostnaðar eða börn mín.“ 52 Ekki varð af því að grafreitur yrði gerður á Guðlaugsstöðum nógu snemma til þess að Guðmundur fengi þar legstað, en hann dó 1. október 1946. Hinsvegar var síðar komið upp grafreit á Guðlaugsstöðum og voru þar fyrst jarðsett Guðlaugs­ staðahjónin - Páll, bróðirinn kæri, og kona hans Guðrún Björnsdóttir.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==