Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

103 Bautasteinn Á sjötta áratugnum kom til dvalar á Blönduósi roskinn garðyrkjumaður sem alið hafði aldur sinn í Danmörku um áratugi. Hann hét Guðmundur, sonur Jóns Þorvaldssonar í Stapa í Tungusveit, þess sem Guðmundur Hannesson tók af fótinn forðum. Hann var ákaflega þakklátur Guð­ mundi Hannessyni fyrir það lánlega læknisverk og taldi að hamingja sín og fjölskyldu sinnar væri nafna hans að þakka, því hann hefði bjargað lífi föður síns. Einnig taldi hann sig eiga nafna sínum líf að launa því hann hafði verið sjúklingur hjá honum langan tíma sem unglingur. Guðmundur Jónsson hafði brenn­ andi áhuga á því að Guðmundi Hannessyni yrði reistur bautasteinn á Guðlaugsstöðum. Gekkst hann fyrir söfnun og árið 1966 var af­ hjúpaður þar smekklegur stein­ drangur með vangamynd Guð­ mundar Hannessonar. Minnisvarð- inn er í trjálundi við þjóðveginn og á hliðstólpa lundarins standa þessi vísuorð eftir Pál V. G. Kolka lækni: Leitaði hugur líknaði mund. Athöfn var helguð hver ævinnar stund.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==