Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

99 stjórnendurnir hvergi nærri svo góðir sem skildi. Það er styrjöldin sem gerir Dani svo tagltæka. 38 Það reyndist rétt hjá honum að ákvarðanir þingsins árið 1918 reyndust mikilvægar fyrir land og þjóð og átti Guðmundur Hannesson ríkan þátt í undirbúningi þeirrar gjörðar. En Guðmundur virðist yfirleitt hafa vantrú á ríkisstjórnum og var utan flokka til æviloka. Í greinum í Eimreiðinni árið 1929 og aftur 1934 vill hann endurvekja svokallaða „goðastjórn“. Hann gerir þar ítarlega grein fyrir hugmyndum sínum um að taka upp stjórnarhætti sem voru hér á þjóð­ veldisöld, þar sem valdið var í höndum nokkurra viturra höfðingja. Guðmundur telur fulltrúalýðræði of óstöðugt og erlendis hafi menn aðeins komið auga á tvö úrræði önnur en fulltrúalýðræðið. Það er fasisma (þjóðernishyggju) og kommúnisma, en báðum fylgi harðstjórn og mikil skerðing á persónulegu frelsi. 39 Guðmundur var lengst af einfari í pólitík. Hann var þó alltaf í góðu sam­ bandi við frændur sína í Framsóknarflokknum en vildi heldur tala við þá um annað en pólitík. Þrátt fyrir forna andúð á sambandinu við Dani vildi hann draga skilnaðinn við þá til stríðsloka. Svo var þá komið að hann taldi okkur stafa miklu meiri hætta af stórveldunum og að við yrðum þeim háð fremur en Dönum. Prófessorinn Þegar fjölskyldan flutti til Reykjavíkur árið 1907 gerðist Guðmundur héraðslæknir þar og jafnframt kennari við Læknaskólann. Tveimur árum eftir að hann fór suður getur hann þess í bréfi norður að hann hafi verið mikið á flakki: „ferðaðist um allar trissur í útlöndum, auðvitað án þess að hafa neitt verulegt upp úr því annað en sjá og læra ýmislegt sem að mínu starfi lýtur, einkanlega þeim fræðigreinum sem jeg kenni í Læknaskól­ anum.“ 40 Ári síðar skrifar Guðmundur frekar um læknisstörf sín til Páls: „Jeg hef haft talsvert að gjöra undanfarið meðal annars við að skoða barnaskólabörnin sem eru yfir 800. Bæjarstjórnin fékk mig til þess að vera læknir við skólann fyrir 200 krónur á ári. Jeg er vel að þeim peningum kominn. Opt vinn jeg 12 til 16 stundir á dag þegar allt kemur saman.“ 41 Guðmundur varð fyrstur manna til þess að stunda mannfræðirannsóknir og mannamælingar á Íslandi. Hann mældi um 1100 manns og tók 35 málsetningar af hverjum. Með þessu vildi hann kanna helstu einkenni þjóðarinnar. Árið 1911 skrifar hann bróður sínum um þetta: „Jeg er að skrifa bók um byggingu líkamans sem jeg kenni í skólanum og er þar

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==