Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

16 árum vann skipulagsnefndin að skipulagi fyrir kauptún og sjávarþorp með 500 íbúa eða fleiri . Stuttu eftir að nefndin hóf störf sendi hún 20 bæjarstjórnum og hreppsnefndum bréf þar sem sveitarstjórnirnar eru brýndar til að lesa rit Guðmundar og jafnframt eru þar settar fram áherslur nefndarinnar sem allar má rekja beint til þeirra hugmynda sem Guð­ mundur kynnir í Um skipulag bæja . 31 Það er áhugavert að velta fyrir sér hvernig hugmyndir Guðmundar um byggðamynstur og bæjarmynd samsvara þeim hugmyndum og kenning­ um sem síðan hafa verið ráðandi. Á þeirri öld sem liðin er síðan Guð­ mundur setti fram sínar skipulagsfræðilegu pælingar og vann að útfærslu þeirra á vettvangi skipulagsnefndarinnar, hefur mikið vatn runnið til sjávar og orðið umpólanir í kenningum um bæjarskipulag. Með mikilli einföldun má segja að þær hugmyndir sem Guðmundur byggði á, svo sem hugmyndir Ebenezer Howard um garðborgir, hafi verið ákveðinn undan­ fari þeirra kenninga sem síðan urðu ráðandi á þeim miklu uppbyggingar- og breytingatímum sem urðu hér á landi og bæði austan hafs og vestan um og upp úr miðri síðustu öld og oftast eru kenndar við módernisma og tæknihyggju. Áfram felur það í sér mikla einföldun á flókinni sögu að tína til einstaka hugmyndasmiði og hreyfingar, en þó er það almennt viður­ kennt að áhrif skóla sem gjarnan er kenndur við Le Corbusier og Athens Charter sem alþjóðleg samtök arkitekta, CIAM, samþykktu árið 1933, hafi haft afgerandi áhrif á bæjarskipulag á 20. öld, auk þeirra áhrifa sem ráð­ andi kenningar þess tíma í umferðarverkfræði höfðu á útfærslu gatnakerfis í borgum og bæjum og þátt þess í útfærslu byggðar . 32 Þróun kenninga um borgarhönnun (urban design) og bæjaskipulag hefur síðustu áratugi hverfst um viðbrögð við módernismanummeð einum eða öðrum hætti, og þá oft með vísan til eldri viðmiða og kenninga um bæjar­ skipulag og útfærslu eldri byggðar. Þessi straumhvörf hafa persónugerst í sögunni meðal annars í átökum blaðakonunnar Jane Jacobs við skipu­ lagspólitík borgaryfirvalda í New York á 6. áratugnum. Bók Jakobs The Death and Life of Great American Cities hefur öðlast sess sem eitt af höfuðritum skipulagsfræðanna . 33 Í þessu sambandi má einnig nefna fram­ lag danska arkitektsins Jan Gehl og samstarfsmanna sem hafa verið óþreytandi til margra áratuga að greina bæjarlíf og leggja til hugmyndir um eflingu þess með útfærslu byggðar og almannarýma í mannlegum mælikvarða. 34 Mikil gerjun varð í þróun kenninga og hugmynda um borgarhönnun vestan hafs og austan á 9 . og 10. áratugnum. Segja má að hún nái ákveðnumhápunkti í kenningumundir formerkjumNewUrbanism í Bandaríkjunum og gerjunar á sama tíma í Bretlandi og víðar í Evrópu, undir formerkjum Urban Villages, Urban Renaissance og Urbanism 35 – en þessar og samsvarandi hreyfingar hafa smám saman öðlast sess sem ráðandi skipulags- og borgarhönnunarkenningar okkar tíma .

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==